A 281 - Andlig vísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 281 - Andlig vísa

Fyrsta ljóðlína:Eg gekk á einum tíma
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt: AbAbcDDc
Viðm.ártal:≈ 0
Andlig vísa
Má syngja svo sem: Gæsku Guðs vér prísum.

1.
Eg gekk á einum tíma
ei þó langan veg
hvar mig holdið auma
og heimur villtu mjög.
Þekktist eg þeirra lát.
Andskotinn bjó oss pretti,
Eva að oss rétti
þá hún af epli át.
2.
Í Paradísar prýði
plöntuð eikin stóð.
Af þeim eina viði
eta bannar Guð,
ilmandi epli bar.
Óvinur flár réð fýsa
fróða gjörir og vísa
og skal ei skaða par.
3.
Ofdirfð ei var fundin,
aumkun, bót né dvöl
úr heiðri voru hrundin
heims í þunga kvöl,
undir regn, vind og frost.
Hlutu hús að smíða,
hafa starf og kvíða
um klæði, börn og kost.
4.
Ýmist þoldu ofhita
eða yfrið kalt
með sorgum og með sveita
svo eyddist lífið allt
og mæddist alla tíð.
Guð vill eymd vora bæta
og ávaxtar gæta
við frosti, hagli, hríð.
5.
Þá önd vor átti að deyja
enginn sér kvittun fann.
Fæddi oss frómust meyja
frelsarann, Guð og mann,
sem leysti oss af synd.
Huggun sanna þar höfum,
himneskan Guð því lofum,
lét oss lifa þá stund.
6.
Herrann himin og jörðu
og höfuðskepnurnar
með öllu öðru gjörði
oss til nytsemdar.
Sendir oss sólarljós,
frjóvgunardögg oss færir,
fénað og landið nærir,
með blessan mettar oss.
7.
Alls kyns fiskar upp ganga
í vötnunum og sjó.
Fuglar sætliga syngja,
sitt lag hvör hefur þó,
um loftið leika sér.
Dýrin um skóga skríða.
Skepnur þessar fríðar
allar eigum vér.
8.
Lof, dýrð af huga hreinum
hvörja stund syngjum vær
eilífum Guði einum
sem alla hjálp oss fær.
Af því erum hans börn,
hann vill oss víst án efa
öllum fyrirgefa
synd og veikleik vorn.
9.
Hér með hljótum að enda
huggunarkvæði það.
Biðjum Guðs son oss senda
sína miskunn og náð.
Höldum oss æ þar við
að lofum vorn lausnara
sem líf og sál vill næra
og fékk oss öllum frið.
10.
Vér skulum halda honum
hvörninn sem ganga kann
svo í sælu og raunum,
síst yfirgefum hann.
Mest liggur makt þar á
hver mann frá heimi snúi,
héðan ávallt sig búi
hjá Guði hvíld að fá.