A 280 - Ein huggunarvísa í þessa heims fátækt og auðnuleysi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 280 - Ein huggunarvísa í þessa heims fátækt og auðnuleysi

Fyrsta ljóðlína:Öll lukka gleri líkust er
Viðm.ártal:≈ 0
Ein huggunarvísa í þessa heims fátækt og auðnuleysi
Má syngja svo sem: Ó, Herra Guð, þín helgu boð.

1.
Öll lukka gleri líkust er,
laus og stygg að reyna.
Um ýmsa staði of brátt fer,
elskar ei biðlund neina.
Af fylgi hennar fengum vér
fé og vini hreina.
Stundu síðar strauk frá mér,
stend því nú alleina.
2.
Minnstur er eg í minni ætt,
mjög fáir mig kenna.
Þó hefur að mér Herrann gætt,
hjástoð veitti tvenna.
Hjarta mitt hefur Kristur kætt,
kross þó beri þenna.
Sá harma mína best fær bætt
þá burt frá heim skal renna.
3.
Forsmáð hefur mig fjölmennið
fyrir Kristi eg það klaga.
Svo margan hef eg mótgang séð,
mér gjörir langa daga.
Víllaust skal þó venja geð,
virði hvörs manns saga.
Af trúnni mig í Guði gleð,
greiðir hann minn baga.
4.
Þá margt hvarflar í huga minn
heims látæði skoða.
Margan góðan og fróman finn
sem féð tælir í voða.
Að hafa ótal auðæfin
óttaligt því boða.
Frómur hvör er þó forlitinn
firrtur soddan gróða.
5.
Fullreyni eg það firr og nær,
finnst í margan máta.
Þeim eitt sinn fyrri eg var kær
angra nú mig og hata.
Á Krist alleina vonum vær,
vernd hans skulum játa.
Sá hlífð og fögnuð hryggvum fær,
hólpinn mun mig láta.
6.
Hugsi nú um það hvör einn mann
heims er kominn endi.
Hæði mig ei neinn um mótgang þann
mildur Guð mér sendi.
Ef sjáum margan auðugan
allsnægð hafa í hendi.
Sá sem Guð eignast, sæll er hann,
sönn trú þann auðkenndi.
7.
Framliðin er nú fyrsta tíð,
fylgir þín komandi.
Hjálpi oss Jesú hjástoð blíð
heimsraun svo ei grandi.
Unni oss sínum leysta lýð,
lifnað hvör vel vandi
svo síðar við hans hægri hlið
himna arfar standi.