A 273 - Litanía í söngvísu snúin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 273 - Litanía í söngvísu snúin

Fyrsta ljóðlína:Guðs föðurs á himnum helgist nafn
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: aabbcc
Viðm.ártal:≈ 0
Litanía í söngvísu snúin
Með það lag sem: Faðir vor, þú á himnum ert.

1.
Guðs föðurs á himnum helgist nafn.
Guðs son, Guð heilagur andi þér jafn,
þú heilaga guðdóms þrenning
og eilíf í hæstri eining,
upp á þitt heit vær biðjum þig
þú vildir oss heyra náðarsamlig.
2.
Ó, Herra Guð, oss þyrm nú kær,
engin launin forþénum vær.
Miskunna oss fyrir þína náð,
líf, heiður, góss og allt vort ráð.
Vert oss náðugur og hjálp oss, Guð,
yfirgef oss aldrei í nokkri nauð.
3.
Frels oss frá Satans falskri slægð,
faðir vor góður, og sýn oss vægð,
snú frá oss hans glóandi ör
og enginn lát hann fá á oss kjör.
Ó, kæri Guð, gleym oss ei þá
nær holdið og heimurinn stríðir á.
4.
Varðveit oss, Guð, á hvörri stund
frá heimsins villu, skömm og synd,
frá hernaði, fjandskap, hatri og níð,
frá eldi, vatni og hallæristíð,
frá drepsótt, krankleik, deyfð og blind,
frá óveðri og skaðligum vind.
5.
Varðveit oss, Drottinn, í allri neyð,
frá óvísum og bráðum deyð.
Vægð sýn oss þrenning vís og fróm
þá vér komum fyrir þinn réttlætisdóm.
Leys oss frá eilífum dauða nú.
Varðveit oss, Drottinn, sjálfur þú.
6.
Þig aumlig börn þín biðjum vær.
Ó, Jesú Kriste, Herra kær,
hjálpa oss fyrir þinn hingaðburð,
helga upprisu og himinferð,
fyrir þinn dauða og dýra blóð,
fyrir kvöl þína og krossins flóð.
7.
Þinni helgu kristni kirkju gef
kenning orða þinna og hátt upphef
og helgan lifnað þénurum þín,
kristni þinnar forstjórum um heim.
Til orðs þíns gef þinn anda og kraft
svo það ávaxtist með fullri makt.
8.
Í víngarð þinn trúa verkamenn send.
Alla villu og ódáðir afvend.
Afmá þú alla falsspámenn
og þrykk þeim niður öllum senn.
Volaðan lýð þinn vernda þú,
á sannleiksveginn þeim aftur snú.
9.
Steyt þá niður með styrkri hand
sem stríða á þitt orð og veita grand.
Afmá þú páfans illskuvöld,
upprétt þú sjálfs þíns kristnihöld.
Þeir sem þar fyrir líða á jörð,
þeirra blóðs er fyrir þér dýr minning gjörð.
10.
Voru lífi og góssi veittu vörð,
vernd oss frá ósamþykkt, upphlaupi og morð.
Kóngum og herrum kenn vel hér
kristninni að stjórna rétt sem ber
svo þeir haldi friðinn allan tíð
en varist tvídregni og svo stríð.
11.
Gef vorum kóngi góða framkvæmd,
heft hans óvini en auk hans sæmd.
Vernda og vora landsherra nú,
með ríkri blessan ávaxta þú
þeirra bæi, ráð og rétt sem er,
reikna það allt bífalað þér.
12.
Öllum kristnum í kvöl og nauð
kom þú til hjálpar, Drottinn Guð,
hugga þeirra hjartans harm og þrá,
frá styggð og angri leið þú þá.
Volaða styrk þú víst um það.
Vertu ekkjunum í föður stað.
13.
Óléttar konur og brjóstabörn,
blessaður Guð, þú veit þeim vörn.
Hjálpa öllum veikum í heimi hér
svo von og traust það standi í þér.
Gef þeirra sálum sannleiks fund
og styrk þá alla á síðustu stund.
14.
Ó, Drottinn, gef þeim styrklegt þol
sem líða án saka nokkra kvöl.
Hjálp þeim af sinna óvina hönd
úr fjötrum og slít þeirra bönd.
Styrk þá í sinni síðustu neyð
að þeir fái hjálpsamligan deyð.
15.
Óvinum vorum öllum nú
illskur og syndir fyrirgef þú.
Gef það vær gefum öllum til,
með góðleik lifum öllum í vil.
Hjálpa öllum syndugum að bæta sitt ráð
af hjartans grunni og girnast náð.
16.
Ávöxt, Drottinn, um kristin lönd
oss gefi nú þín milda hönd.
Varðveit það allt fyrir hagli og hríð
svo það notkist vel allan tíð.
Og ei verri verðum vér
svo að hjörtun snúist frá þér.
17.
Ó, Jesú Kriste, sannur Guðs son,
ó, Jesú Kriste, vor náðar von.
Ó, Jesú Kriste, Guðs föðurs lamb,
sem heimsins syndir sjálfur í burt nam,
þú blessaða eilífð ein og þrenn,
miskunna oss. Amen öllum senn.