A 272 - Litanía á íslensku * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 272 - Litanía á íslensku *

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0

Fyrsti kór

Kyrieeleison.
Kyrieeleison.
Kyrieeleison.
Annar kór

Guð faðir miskunna þú oss.
Kriste, miskunna þú oss.
Guð heilagur andi miskunna oss.

Pater de coelis Deus
Guð faðir í himnaríki.
Sonur Guðs og lausnari heimsins.
Drottinn Guð, heilagur andi sannur huggari.
Miskunna þú oss.

Propitius esto
Vert oss líknsamur.
Vert oss líknsamur.
Af öllum syndum.
Frá allri villu.
Frá öllu illu.

Frá drepsóttum og hallæristíð.
Frá fjandans flærð og listum.
Frá orrustum og blóðsúthellingu.
Frá upphlaupum og tvídrægni.
Frá hagli og óveðráttu.
Frá bráðum og óvísum dauða og fordæmingu.
Fyrir þína helgu holdgan og hingaðburð.
Fyrir þinn blóðuga sveita.
Fyrir þína beisku pínu og dauða.
Fyrir þína helgu jarðan.
Fyrir þína helga upprisu og uppstigning.
Fyrir tilkomu heilags anda huggarans.
Á vorum síðasta tíma.
Á ysta og stranga dómi.
Þyrm þú oss, Drottinn Guð.
Hjálpa oss, Drottinn Guð.
Frelsa oss, Drottinn Guð.
Frelsa
oss, Drottinn
Guð


Hjálpa
oss, Drottinn
Guð.

Peccatores

Vér aumir og syndugir biðjum þig.
Stýr og stjórna þinni heilagri. almenniligri kristiligri kirkju.
Lát alla byskupa, sóknarpresta og Guðs orðs þénara haldast í helgum lifnaði og hjálpsamligri kenningu.
Heft þú alla vandræðamenn og hindra alla villu.
Leið þá alla á rétta götu sem villir fara.
Gef oss makt að fóttroða djöfulinn með þinni kenningu.
Trúlynda verkamenn send þú í þinn víngarð.
Gef þeim öllum þinn anda og kraft sem hlýða þínu orði.
Styrk þá alla sem að eru óttaslegnir.
Gef öllum kristnum kóngum og höfðingjum frið og samþykki.
Gef vorum náðuga herra og kóngi N.N. jafnan sigur í móti öllum sínum óvinum.
Gef öllu ríkisins ráði í Danmörk og Noregi með vorum lögmönnum hér á landi, sem stýra eiga veraldligum rétti, þína hlífð og blessan.
Gef öllum almúganum frið, náð og miskunn.
Hjálpa öllum þeim sem eru í nauðum og háska staddir.
Haf umhyggju fyrir þeim sem eru hjálparlausir.
Vertu miskunnsamur öllum kristnum mönnum.
Fyrirgef öllum vorum óvinum og lát þá snúast frá öllu vondu.
Gef ávöxt á jörðina og varðveit hana undir þinni blessan.
Ó, Herra Guð, bænheyr þú oss náðarsamliga.
Ó, Jesús Kristus, Guðs sonur.
Ó, þú Guðs lamb, sem burt tókst heimsins syndir.
Ó, þú Guðs lamb, sem burt tókst heimsins syndir
Ó, þú Guðs lamb, sem burt tókst heimsins syndir.

Kyrieeleison

Bænheyr þú oss,
Drottinn
Guð.

Bænheyr þú
oss, Drottinn
Guð.Bænheyr þú
oss, Drottinn
Guð.
Miskunna þú nú öllum oss.
Líkna þú öllum oss.

Gef þú oss öllum þinn frið.

Guð faðir, miskunna þú öllum oss.

Vers
Vér höfum syndgast
með vorum forfeðrum.
Ó, Drottinn, gjör ei við oss eftir vorum syndum.
Ó, Drottinn, heyr þú vora bæn.
Vér höfum haft oss rangliga í öllum vorum framferðum.
Og ei gjalt þú oss eftir vorum misgjörningum.
Og lát vort ákall koma til þín.


Athugagreinar

* Uppsetningu þessarar litaníu þarf að laga rækilega hér á Braga og fylgja þar uppsetningu Sálmabókar Guðfrands.