A 270 - Bæn Jósafats í parali. XX í hörmungu og stórum landplágum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 270 - Bæn Jósafats í parali. XX í hörmungu og stórum landplágum

Fyrsta ljóðlína:Nær hugraun þunga hittum vér
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Bæn Jósafats í parali. XX í hörmungu og stórum landplágum
[Nótur]

1.
Nær hugraun þunga hittum vér
svo hvörgi neitt hjálpræði er,
úrræði vort og aðstoð flýr,
árla og síð oss sorgin lýr.
2.
Ein er vor huggun eftir sú,
allir saman að söfnust nú.
Og biðjum þig, vor blíði Guð,
að bjarga oss úr allri nauð.
3.
Með hreinni iðrun, hug og sjón
höfum til þín í vorri bón
af löstum að oss leysir þú
linari hefnd svo næðum nú.
4.
Hést þú alla að heyra þá
í hörmum sem þig kalla á.
Fyrir Jesúm, þinn sæta son,
sá er vor heill og hjálparvon.
5.
Kæri faðir, því komum vér,
kvein vort og harma birtum þér.
Veitir oss enginn vernd né bót
víða og margt þó gangi á mót.
6.
Lít þú ei vora ljóta synd,
líknsamur bjóð hún verði týnd.
Í eymdum vorum oss sért nær,
alkvitta gjör þú oss við þær.
7.
Síðan af kynnum sviptir kvöl,
af sönnum hug þér þakka vel.
Þín heilög orð aðhyllast best,
heiðra þig æ sem megnum mest.