A 268 - Iðrandi manns bænar söngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 268 - Iðrandi manns bænar söngur

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0
Iðrandi manns bænar söngur*
Með það lag: Guð þann engil sinn Gabríel.

1.
Ó, Guð, von mín er öll til þín,
einn ert mín hjálp í heimi.
Sál mína þjár mörg neyð og fár.
Miskunn þín, Guð, mig geymi.
Af syndasaur eg getinn er
og fæddur var þar inni.
Svo féll eg frá náð þinni.
Fyrir minni sjón er andar tjón,
dauði og hel og eilíf kvöl.
Hvört skal eg hjálpar leita?
Með hryggri lund flý eg á þinn fund.
Ei munt mér náðar neita.
2.
Mín synd og brot er mörg og ljót.
Minnar eymdar ei gáði.
Iðrun og ást, ótta og traust
og þína náð forsmáði.
Nær sem eg stóð í neyð og móð
nafns þíns eg ekki gætti né orði þínu sætti.
Eg hlýddi fýst og holdsins lyst,
hefð, dreiss og skart
helst var mér kært.
Sællífi sveik mig illa.
Ef á þinn veg ei snerist eg
myrt hefði mig sú villa.
3.
Syndgaði eg úr máta mjög
móti náunga mínum.
Þann heiðra bar óhlýðinn var,
hollur í öngvum greinum.
Ófrið, heift, smán, okur, svik, rán,
álygi, róg með kvisi,
ranga girnd og ástleysi
af öllum mátt iðkaði eg þrátt.
Hjálp, Herra, mér svo hlýði þér,
hegði sem orð þín kenna.
Þvo mína önd af allri synd
og lát mig miskunn finna.
4.
Fyrirheit þín í hjarta mín
held eg, þar þú svo segir.
Svo sannliga sem eg lifi,
syndugs dauða vil eigi.
Hitt girnd mín er, hann snúi sér
frá sínum vonda vegi
og með mér lifa megi,
hvör kvöl og synd er kvitt og týnd
af öllum þeim í þessum heim.
Þín leita, iðrast, trúa,
til þín eg skal af hug og sál
alvarliga mér snúa.
5.
Eg held mér við míns Herra sið.
Af hjarta vil tilgefa
ýfð náungans, ást hef til hans
svo Guðs sátt kunni eg hafa.
Minn Guð, þig bið mig kvitta við
margfalda syndabyrði
svo hjá þér hólpinn yrði.
Alleina á þig eg forlæt mig.
Þín miskunn traust mig hefur leyst.
Fús skal eg frá heim hverfa.
Með þinni hirð, hvíld, fögnuð, dýrð
í himnaríki erfa.

* BH er ekki viss um hvort hann hefur skipað ljóðlínum rétt í íslensku þýðingunni (þ.e 12 ljóðlínur eins og gert á vef Helgisiðastofnunarinnar í Skálholti) eftir þýska frumtextanum (þar eur þær raunar 16). ÞETTA ÞARF AÐ ATHUGA BETUR. 1. versið er þó líkllega rétt sett upp.