A 265 - Miskunnsaman og mildan Guð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 265 - Miskunnsaman og mildan Guð

Fyrsta ljóðlína:Miskunnsaman og mildan Guð
Viðm.ártal:≈ 0
Miskunnsaman og mildan Guð
Má syngja sem: Nú vill Guð faðir miskunna.

1.
Miskunnsaman og mildan Guð,
megum vér víst þig kalla.
Þú gafst oss Kristí blessaða blóð
sem burt tekur syndir allar.
Hingað send oss þitt heilaga orð
hvað þinn vilja má kunngjöra
og skapað hefur himin og jörð.
Hér má vor kenning vera
að ei skulum villir fara.
2.
Á þig nú köllum allir vér,
annað finnst ei til ráða.
Enginn tekur þín orð að sér
utan þú viljir hann náða.
Heilagur faðir, hugsa þar á
að djöfullinn gjörir oss vanda
og vill oss taka þín orð í frá
og koma oss sér til handa.
Því send oss þinn helga anda.
3.
Ó, Guð og maður, Jesú Krist,
er syndina á þig lagðir,
veikleika vorn þú vissir best
vorn manndóm þá þú hafðir.
Ó, Jesú Kriste, vor bróðir kær,
virðst þín öll heit að halda.
Þinn sannleiksandi sé oss nær,
sá kenning veitir oss alla
svo megum ei frá þér falla.
4.
Ó, góði heilagi andi, kom
óvinarins snöru að brjóta.
Lát Guðs orð hafa hjá oss rúm
hvörs vér æ megum njóta,
hvar með vér syndum hreinsunst af,
heiður Guði að veita.
Orð Jesú Kristí oss gaf það,
vér eigum því jafnan játa
og syngjum allir amen.