A 262 - Einn bæna lofsöngur sem ort hefur Vilhjál. af Líflandi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 262 - Einn bæna lofsöngur sem ort hefur Vilhjál. af Líflandi

Fyrsta ljóðlína:Bæn mína Herra heyrir
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
Einn bæna lofsöngur sem ort hefur Vilhjál. af Líflandi
Tón: Eg heiðra þig, Herra.

1.
Bæn mína Herra heyrir,
af hryggri bið eg lund.
Í mér syndin sig hrærir,
sorg vekur alla stund.
Þig, Drottin, eg ákalla,
einn ert þú hlífðin mín.
Á þig set eg von alla,
efl mig með miskunn þín.
2.
Djöfull girnist mér granda
með grimmri flærð og mátt.
Hvör kann mót honum standa
hjálp ef ei veitir þrátt?
Í syndum að mér stillti
og girndum líkamans,
með veraldar blíðu villti.
Vissi eg ei fláttskap hans.
3.
Lögmál mig og ákærir,
auðsýnir vítis neyð.
Mitt hjarta syndin særir
sem mér er ljós og leið.
Af því örvilnast mætti
að sjá réttlæti þitt
utan blíð náð þín bæti
brot og ranglæti mitt.
4.
Vel þeim sem ann þér einum,
ó, Kriste náðarstóll,
og trúir orðum þínum.
Án efa er sá sæll.
Komið hingað, þér þjóðir,
þenkjandi syndagjald.
Yður vil eg veita náðir,
við dauðans skilja vald.
5.
Anda minn eg vil senda
yðart að styrkja ráð
frá Adams fýsn að venda
að fái með minni náð
lifnað, vilja, lund sinni
líkt minni kenning gjört.
Stattu traustur í trúnni
til þess nýfæddur ert.
6.
Minnstu: Þér vel eg þénti,
þá dýrstu veitti ást.
Meðtak mín sakramenti
með þeim trú styrkir skást
og lærir af syndum láta,
lifa í helgum sið.
Þá munt náð þeirri mæta
og þiggja eilífan frið.
7.
Önd mín af því þig prísar,
eilífi faðir Guð.
Son Guðs, sem veg mér vísar,
víst gefur himna auð.
Fyrir helgan anda mér heldur
við hreinan lærdóm þinn
að verði eg ei ástkaldur
við þig og náunga minn.