A 261 - Einn hjartnæmur bæna sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 261 - Einn hjartnæmur bæna sálmur

Fyrsta ljóðlína:Allt mitt ráð til Guðs eg set
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB - Sb
Viðm.ártal:≈ 0
Einn hjartnæmur bæna sálmur
Tón: Guðs son kallar

1.
Allt mitt ráð til Guðs eg set,
á mér sinn vilja verða lét,
mér bið eg hans miskunn hlífi.
Heilsa, vit, líf, sál, heiður, fé,
hans vernd jafnan bífalað sé
nú og í eilífu lífi.
2.
Veröld hvað tapað virðir brátt,
viðréttir Guð með sínum mátt
þá angri af vill venda.
Verði því á mér vilji þinn.
Vel muntu, hjartans faðir minn,
leiða mig allt til enda.
3.
Hér til bið eg, minn Herra Guð,
haltu mér jafnan við þín boð,
lát mig þeim aldrei neita.
Þolinmæði eg þiggja vil
þeim að vægja sem gjöra mér til.
Sakleysis míns munt leita.
4.
Hvað verður mér að meini þá?
Máttugur Guð mér stendur hjá.
Hvað kann mig þá að þrjóta?
Þú hjálpar mér af allri neyð,
andar og lífsins heill og auð
lætur mig, Herra, hljóta.
5.
Ó, Jesú Krist, mín einka von,
hvörki veraldar happ né tjón
láttu mig frá þér leiða.
Náð þín ávaxti vora trú,
við synd og kvöl mér forða þú
og gef mér útför góða.