A 259 - Einn bænarsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 259 - Einn bænarsálmur

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0
Einn bænarsálmur
Með það sama lag sem: Hvör hjálpast vill í heimsins.

1.
Hlífð og náð veit mér, Herra Guð,
hjálpa þú mér af syndanauð
í hvörjum eg er alinn
og send mér heilags anda stoð,
önd mín mun annars kvalin.
2.
Hjartans faðir og Herra minn,
haltu mér æ við lærdóm þinn,
kraft þinn og náð svo kunni
heilagliga í hvört eitt sinn
heiðra með hug og munni.
3.
Lát mig og jafnan lifa rétt.
Lögmál og boð sem Guð hefur sett
af hug og vilja halda
með frið og ást í minni stétt,
mildi þín vill það gjalda.
4.
Ei viljir mínar syndir sjá,
son þinn leysti mig kvölum frá
með dauða og dýrri pínu.
Kærleika þinn og kvittun fá
kunni eg með öðru ei neinu.
5.
Mér hefur, Guð, þinn sæti son
sælu gefið og lífsins von
með sinni písl og undum,
eflaust frelsar sinn auma þjón
á minni síðstu stundu.
6.
Eilífi Guð allsherjar ráð,
ætíð hefur þú heimi tjáð
elsku af mildi þinni.
Herra, lát þína hjálpar náð
hugga mitt brjóst og sinni.
7.
Réttlætis dýrsti dómarinn,
Drottinn, lát þú ei þjóninn þinn
makligum dómi mæta.
Líkna þú mér, lífgjafari minn,
líttu á son þinn sæta.
8.
Syndir, helvíti, djöfull og deyð,
dramb veraldar og alls kyns neyð,
allt er sigrað af Kristi.
Ætíð veitir þann andar frið,
öllum lýð sem hann leysti.
9.
Ekkert mótfall eg oftast kann
af því að sannur hjálparmann
í heiminn hefur farið.
Á sínum manndóm sjálfur hann
synd mína hefur borið.
10.
Sá þarf hreinsast af syndum hér,
sem vill í himnavist með þér
ævinligana lifa
nær í Kristó nýfæddur er.
Náð þín vill það mér gefa.
11.
Grimmliga fordæmingu fær,
fellur í píslir eilífar
hvör sem ei vill hér trúa.
Heilagur andi honum er fjær,
hvörgi kann undan snúa.
12.
Hvönær dauðinn vill hug minn slá
huggun þá eina minnist á
að Jesú eign mig játa.
Hann yfirgefur aldrei þá
sem á hann sig forláta.
13.
Hjálpliga gef mér hvíldarstund,
hræðast lát mig ei dauðans fund
að aldrei frá þér víki.
Miskunn þín leiði mína önd
með fögnuð í Guðs ríki.
14.
Halt mér í trúnni, Herra minn,
hreinsa þú brjóst og skilninginn
af synd og illum vilja
og gef mér helgan anda þinn,
ei lát hann við mig skilja.
15.
Á þig er von og öll mín trú,
eins sem mér lofað hefur þú
um hvað þig biðja vildi.
Þá gáfu skyldi eg þigga nú
af þinni náð og mildi.
16.
Helgi andi, minn huggari,
hjálp þín og vernd mér nálæg sé
og ætíð fyrir mig stríði.
Nær sem mig hrellir helvíti,
heimur, synd, djöfull, dauði.
17.
Drottinn segir sannliga svo
sem eg lifi, girnd öngva á
syndugs dauða eg hefi.
Eg vil hann snúist illsku frá
og ævinliga lifi.
18.
Ó, Guð vor faðir, öll þín hjörð
alleina treystir þér á jörð.
Lát oss ei frá þér falla
svo þér með lof og þakkargjörð
þjónum um ævi alla.
19.
Fyrir sköpun, lausn og líknsemi,
lof, dýrð og heiður að eilífu
um allan kristindóminn,
föður, syni og anda sé
sungið af hjarta amen.