A 252 - Enn ein andlig vísa og hjartnæm huggun heilagrar Guðs kristni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 252 - Enn ein andlig vísa og hjartnæm huggun heilagrar Guðs kristni

Fyrsta ljóðlína:Sætt lof skalt Guði syngja
bls.Bl. CLXXIVr-v
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
252. Enn ein andlig vísa og hjartnæm huggun heilagrar Guðs kristni
Með lag: Þér, Drottinn, eg þakkir gjöri.

1.
Sætt lof skalt Guði syngja,
sönn kristni honum kær.
Þér verður vel að ganga,
vernd Guðs þú jafnan fær.
Þó margs kyns mæðu líðir,
meðan þú lifir hér,
aðstoð Guðs aldrei kvíðir,
úr voða hann hjálpar þér.
2.
Þig hefur hann sér kjörið
huggun með orði gjört.
Og þér með eiði svarið
af því hans brúður ert.
Uppheldi vill þér veita,
vantar þig ei hans lán.
Ei skal þig óvin þreyta,
þvinga né gjöra smán.
3.
Má það verða að móðir
muni ei barnið sitt
hvört líf hennar þó fæðir,
hirði ei því sé fritt?
Þó hún aumki það eigi,
ástlaus gleymi því hér.
Samt Guð í eiði segir:
„Aldrei eg gleymi þér.“
4.
Nær glöggt þú vel að gætir
Guðs aðstoð, vernd og náð,
hvörki hræðist né sætir
heims reiði, fors né háð,
hvör þig vegna þíns Herra
hatar, kvelur og smár
Guð vill þitt forsvar vera
við öllu sem þig þjár.
5.
Hann brýtur afl óvina
og heldur við þá stríð
sem ofsóknara sína
sigraði forðum tíð.
Óhefnda lét ei vera
ofsa þeirra né morð.
Svo mun að ósæmd gjöra
svikul verk, ráð og orð.
6.
Hér fyrir kristnin helga
hræðst öngva ógn né kvöl.
Forsjón Guðs mun þér fylgja,
frelsa og vernda vel.
Guðs veldi glöggt nú lítur
ganga mót Antakrist,
ráð hans og ríki brýtur,
röng boð og falska list.
7.
Glöggliga lætur ganga
guðspjöll sín víða nú
að brjóti breytni ranga,
blindleik og falska trú.
Lýð sínum lét kunngjöra
líkn, fögnuð, náð og traust,
son Guðs af syndum þeirra
sjálfur hafi þá leyst.
8.
Iðrast mun hann þess eigi,
áður hét sínum lýð
að kristni endurnýi
um þessa síðstu tíð.
Af hjarta vill að þér hyggja
hjástoð, vel fær þér sent.
Allvel mun þig uppbyggja
orð hans og sakrament.
9.
Guð eigum ætíð lofa,
af náð hans komin er
sú heill og sætust gáfa.
Sjálfum Krist þökkum vér,
hann virðist oss að halda
hér í trú, ást og sið.
Láti ei lasta gjalda,
leiði í dýrð og frið.