A 247 - Bænarsálmur þá nokkur stórsótt og almenniligur sjúkdómur yfirgengur Tekinn af þeim XCI sálmi. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 247 - Bænarsálmur þá nokkur stórsótt og almenniligur sjúkdómur yfirgengur Tekinn af þeim XCI sálmi.

Fyrsta ljóðlína:Eilífi Guð, vor einka von
bls.CLXXIv-CLXXIIr
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: aabbcc
Viðm.ártal:≈ 0
Bænarsálmur þá nokkur stórsótt og almenniligur sjúkdómur yfirgengur
Tekinn af þeim XCI sálmi.
Með það lag sem: Faðir vor, þú á himnum ert.

1.
Eilífi Guð, vor einka von,
aumka þú oss fyrir þinn son.
Þín makt er stór, þín mildi er blíð,
miskunna þínum auma lýð,
hryggð og kvöl vora hugleið nú.
Hjá þér einum er lækning trú.
2.
Við falssnöru oss forða nú.
Forræði djöfuls burtu snú.
Mannskæð landplága linni brátt.
Lát skýla oss þinn milda mátt.
Vert þú vor borg og voldug hlíf,
vernda með miskunn önd og líf.
3.
Sem hænan ungum hjúkrar vel,
hlífir með sínum væng við kvöl,
svo frelsa oss af ógn um nótt
og pílu sem um dag fer fljótt.
Frá meini sem í myrkri skér
og miðdagsplágu sem hættust er.
4.
Grimm reiði þín umgengur hart,
grípur bráðliga fólkið margt
eins sem gras það í daga er heilt
á morgun strax er niður fellt.
Gæsku minnist þín mildin fróm.
Miskunn lát fylgja þínum dóm.
5.
Þitt orð huggar vor hjörtu best,
hvar inni þú oss fyrirhést
að vottar oss þín eigin börn
en þig náðugan föður vorn.
Af því setjum vér allt vort traust
á þig, vorn Herra, efalaust.
6.
Bjóð þínum englum bráðri sótt
burtu frá oss að snúa fljótt
og hafi oss í höndum sér
hvar sem um vorn veg göngum vér
svo hvörgi fætur hitti stein
og hindruð verði ei köllun nein.
7.
Ástsamliga oss á lít þú,
um hjálp og styrk þín leitum nú.
Vér biðjum þig í vorri neyð,
virðst oss að heyra, mildi Guð,
svipt oss úr dauða, sótt og kvöl.
Sæmd veittu oss og hugga vel.
8.
Láttu oss heill og hjástoð fá,
heift þína enginn standast má.
Lengri ævi af náð oss gef
að þökkum þér og syngjum lof.
Að síðustu stundu send oss frið
sálum vorum og tak þú við.