A 242 - Ein andlig vísa um kristiligt líferni og andlegan pílagrímskap | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 242 - Ein andlig vísa um kristiligt líferni og andlegan pílagrímskap

Fyrsta ljóðlína:Hvör hjálpast vill í heimsins kvöl
bls.Bl. CLXIIv-CLXIIIr
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBaB
Viðm.ártal:≈ 0
Ein andlig vísa um kristiligt líferni og andlegan pílagrímskap
[Nótur]

1.
Hvör hjálpast vill í heimsins kvöl
hann rísi upp og venjist vel
að ganga á Guðs vegi,
hafi trúna og þar með þol,
þýðist veröld eigi.
2.
Þann veg sem ganga verður mann,
voði og mæða er um hann.
Hafið það oft í huga.
Farsæld þar ekki finnast kann,
fullur af eymd og trega.
3.
Holdið skelfur og skyggnist þrátt
skæður óvin sem komi brátt.
Sá því sannliga nái,
ef lauf með þyt af eikum datt,
ætlar sig niður slái.
4.
Þá holdið nú til grunna gár,
grimmur dauði því móti stár.
Öndin er frjáls á gangi.
Einstígur verður oss þá klár
um hvörn vér villunst lengi.
5.
Nú kemst farandinn upp á fót,
frelsarinn tekur honum í mót,
vísar á veginn besta.
Ei má hann skaða ógnin fljót.
Anda hans vill staðfesta.
6.
Ógnarligt stríð uppbyrjast þá
áfram lengra ef sækir á.
Óvini hittir illa.
Hold og blóð vill sér víkja frá,
verða sig láta stilla.
7.
Ef höfðinginn ei hlífði pín
og hjálp veitti riddara sín,
auðsýnn væri þá voði.
Hann kallar hátt: „Komið til mín,
kjörnir til arfs af Guði.
8.
Minn kross aldri af leggja mátt,
eg gjörði við þig tryggð og sátt.
Þar frá lát þig ei ginna,
halt fram, á bak ei horfa mátt.
Heill skalt þú síðar finna.
9.
Vegur og dyr eg eini er,
enginn náir að sé hjá mér
ef faðir hann ei leiðir.
Ei finnst sú stjórn né styrkur hér
að standist mína reiði.
10.
Faðirinn hefur sitt fylgi gjört,
friðarorð hans er kennt og heyrt.
Hjartað þar með að áhræra.
Himna hefur nú opnað port,
hrein orð sín lætur læra.
11.
Minnstu að halda mínum veg,
mjúkliga þér það kenndi eg,
tilbjó þér braut með fyrsta.
Velferð þín skal ei verða treg
viljir þú á mig treysta.
12.
Heims sælu, glys og góssið allt
girnast hvörki né elska skalt.
Áttu það allt forláta.
Þitt líf og hold í þjáning halt,
það heitir sig að hata.
13.
Gæt þín sem best og gaumgæf eitt
að gang þinn villi ekki neitt.
Ei missir engla klæði.
Óvinum er það ekki leitt
ásækja þig með bræði.
14.
Halt þínum munni og fylg þú frið,
forðast öll svik og vondan sið.
Guðs orð skalt heyra gjarna.
Gjör svo, þá veitir Guð þér lið,
grimmd hans skalt vel þér varna.
15.
Sem þú kemur í síðstu tíð,
svo byrjar sú alvarlig neyð
og vitjar þín með valdi.
Hál og tæp er sú erfið leið
umkringd með vatni og eldi.
16.
Hryggð og skjálfti þá hrella önd,
hold reynist mest á þeirri stund.
Helvíti mun sig sýna.
Minnstu, öflugri er Guðs hönd.
Allt slíkt kann vel að lina.
17.
Strax er andinn viljugur vel,
við Guð skilur hann engin kvöl,
ei sverð né neyð á jörðu.
Ber þinn kross þar til kemur hel,
kjörgripur þér svo verður.“
18.
Hér eftir kemur eilíf tíð,
í þeirri er hvorki ár né síð.
Sú er sælan eilífa.
Hvað þá, Herra, hést þínum lýð,
það muntu eflaust gefa.
19.
Eilífi Guð, vér þökkum þér
þína miskunn og mildi hér.
Oss sýnir öllum saman.
Gef oss fögnuð og frið með þér
fyrir Jesúm Kristum.
Amen.