Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 240 - Sú huggunarsamliga iðranarpredikun Svo elskaði Guð heiminn, Jóh. III | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 240 - Sú huggunarsamliga iðranarpredikun Svo elskaði Guð heiminn, Jóh. III

Fyrsta ljóðlína:Veröldinni vildi Guð
bls.Bl. CLXV1r-v
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccccB
Viðm.ártal:≈ 0
Sú huggunarsamliga iðranarpredikun
Svo elskaði Guð heiminn, Jóh. III.

Með það lag sem: Óvinnanlig borg.

1.
Veröldinni vildi Guð
vináttu slíka veita.
Ekki sparaði eilíf náð
eingetinn son sinn sæta.
Út gaf heldur hann
hjálparann Guð og mann,
trúa hvör Kristi kann,
kvittur við eilíft bann,
himnavist hlýtur mæta.
2.
Ei sendi Guð sinn einka son
að heiminn dæma skyldi
heldur að fengi hjálpar von
hvör á hann trúa vildi.
Hvör sem honum hverfur frá
harðan dóm mun fá
því trúa vill ei á
eingetinn Guðs son, sá
öllum bauð æðstu mildi.
3.
Atkvæði dómsins er svo vart:
Í heim kom ljós það eina.
Menn elskuðu svo myrkrið svart
meir en það ljósið hreina.
Valda því verkin ljót.
Vild Guðs sá gjörir mót,
af hatri og heiftar rót
hafnar að vinna á bót.
Ætlar svo illsku að leyna.
4.
Hinn er sannleika fylgir fast
feilar sér ei í ljósi
því athöfn hans ei líður last,
láni Drottins þó hrósi.
Góðverk þau greini eg hér.
Guðs náð, sem vann með þér,
rétt trú þá auglýst er.
Ávöxt þann góðan ber
hvörn Kristí börn sér kjósi.