SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3045)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
A 239 - Ein minnilig vísa um þann ríka mann og Lazarum til áminningar og yfirbótarFyrsta ljóðlína:Einn tíma var sá auðugur mann
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589). bls.Bl. CLXIV--CLXVr
Viðm.ártal:≈ 0
Ein minnilig vísa um þann ríka mann og Lazarum til áminningar og yfirbótar
[Nótur] 1. Einn
tíma var sá auðugur mann,alla heims blíðu hafði hann, silki og pelli sig vafði, hofprakt girntist hans hjarta mest, hold sitt prýddi og ól sem best, borðhaldið hið besta hafði. Á hans garði var ágætt smíð, aldrei hugði þar skiljast við. Í sælu þeirri sat alla tíð.
2. Frú
og börnin sín forstóð vel,í fögnuð heimsins voru sæl. Ekkert gekk móti geði. Heimilsfólk ei fæðu þraut, fylli nógliga hvör mann hlaut, lifði í glaum og gleði. Já, hvað munnur ei undan bar ofan í hunda kastað var. Dagsdagliga svo fram fór þar.
3. Þurfamaður
með þrotinn máttþar lá fyrir hins ríka gátt. Lazarus var hans heiti. Allt hans hold var hlaðið með kaun, hafði verk með sára raun, ei fannst sá vorkunn veiti, stundi mjög hátt af hryggri lund, heppinn þóttist á þeirri stund þegar hann fengi dauðans fund.
4. Guðs
mann volaði girntist ágjarnan að þiggja mola smá undan borði hins ríka. Hungruðum gaf ei hoffólk par, hundar alleina komu þar, sleikjandi mein hans mýkja. Hungur, þorsti og alls kyns pín honum kenndi í eymdum sín að segja: „Guð minn, þú sjá til mín.“
5. Eftir
þetta hinn aumi dó,arfi Guðs ríkis hélt hann þó. Englar við önd hans taka, fluttu hana í Abrahams skaut, með öllum réttlátum mönnum hlaut hvíld, frið og huggun ríka. Öll hans mæða fékk enda þá, eilífan fögnuð síðan á hvörn engin tunga mæla má.
6. Hinn
ríka einninn feigðin fann,frá heimi með sút og hryggð gekk hann, varð víl og kvíða að kenna. Göfugliga var grafinn í jörð. Gríðarlig kvöl hans síðar varð, hlaut í helvíti brenna. Firnaskjótt þraut hans fremd og mátt, fagrar eigur með hefðar hátt og vols sem hafði í veröld átt.
7. Þá
í helvíti þoldi pín,þaðan upplyfti augum sín, sá Abraham sér fjærri og Lazarum í höndum hans, helför sína nú sá til sanns. Eymd sú var öllum stærri. Sagði: „Ó, faðir Abraham, í ofurliga kvöl eg kom. Vægðar biður þig önd mín aum.
8. Lazarum
sjálfan send mér þvísvo að hann dýfi vatnið í fremsta á fingri sínum. Þar af einn dropi detta kann að deigi mína tungu hann í þessum ógna pínum. Þetta bál allt sér saman slær sárliga kvöl mér öllum fær. Miskunna mér nú, faðir kær.“
9. Abraham
svo svaraði þeim:„Sonur, minnst þú að fyrr í heim hafðir holds sælu blíða. En Lazarus þá þoldi þraut, því skal hann hafa harma bót en þú nú ánauð stríða. Ofan á það er ófærð stór af Guði sett í milli vor, tekst hvorugum til hinnaför.“
10. „Svo
bið eg, faðir, sendir þúsjálfan Lazarum fyrir mig nú míns föðurs húss að vitja. Fimm bræður eg þar eftir á. Óhóf með dreissi villir þá, í heims þeir sælu sitja. Fyrir mig sjálfum þar segi að sjái vel við og forðist það að koma í þennan kvalastað“
11. „Meðan
þeir hafa Móýsen, með honum helga spádómsmenn, lát þá þann lærdóm heyra.“ „Ó, minn faðir Abraham, einn af dauðum ef birtist þeim eflaust þeir iðran gjöra. Brátt munu þeir sitt bæta ráð, blessan girnast og Drottins náð að grípi þá ekki grimmd svo bráð.“
12. „Að
Móýse ef gefa ei gaumné Guðs heilögum spámönnum sér frá syndum að snúa. Framliðinna þá miklu meir mál og kenningar hæða þeir og þeim aldrei trúa.“ Þá Abraham þann úrskurð gaf, endaði sá hinn ríki skraf. Eilífri kvöl kemst aldrei af.
13. Kristinn
lýður nú vakna við,varast ókomna hefndartíð eftir Krists orða boði. Guðs ráðum fylg í heimi hér sem heilög Ritning gefur þér. Elligar vís er voði. Virtu Skriftina vel og rétt, víðast í henni finnur sett boðið og bannað hvörri stétt.
14. Hvör
sem ert ríkur hræðst þú Guð,hjálplausum bjarg af þínum auð, reikna þig ráðsmann vera. Þolinmóður skalt þurfandi, þenk fyrir syndir makligt sé Herrans hirting að bera. Annars byrði hvör bera skal svo bræði Guðs í eilíft bál á stærsta dómi ei steypi sál.
15. Að
útvega sér andar frið,upp frá því linnir lífsins tíð, frest vill Guð öngvum veita. Órækið því á öngva lund á meðan nú er náðar stund eftir Guðs ríki að leita. Glens mun þá ekki gilda par, Guðs orð af þeim hér óvirt var fá eilífa fordæming þar.
16. Hinn
ríki, sem nú sagt var oss,síst hefði sparað gull og góss svo að úr kvölum kæmi. Fékk hann með öngvu frið né bót. Festum þau orð í hjartans rót að iðrunst vér hér í heimi hæsta. Hæsti Guðs son, vor Herra Krist, heiður og dýrð þín þverri síst, eilíf vor hjálp og heill ertu víst.
17. Amen
syngjum af hreinum hug,heiðrum Guðs orð á allan veg. Kærleika Krists svo reynum. Flokk sinn hefur vel fyrir séð faðir, sonur og andi með, einn Guð í þrennum greinum. Af dyggð þjónið honum dag og nátt. Drottinn hlíf oss með þínum mátt sem oss skapaðir og tókst í sátt. Amen. |