A 236 - Einn daglegur dauðans spegill til iðranar og yfirbótar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 236 - Einn daglegur dauðans spegill til iðranar og yfirbótar

Fyrsta ljóðlína:Stundlig hefð og holdsins vild,
bls.Bl. CLXIv-CLXIIv
Viðm.ártal:≈ 0
Einn daglegur dauðans spegill til iðranar og yfirbótar
[Nótur]

1.
Stundlig hefð og holdsins vild,
heimsins auður, dramb og snilld
við gras vel líkjast má.
Sómi, lof og sæla öll
sölnar skjótt sem gras um völl.
Hvör maður hugsa þar á
og hug þinn betur skyldir sjá.
2.
Hvörn dag andlát hugsa átt,
hættur dauðinn stár við gátt,
ógnar þér efstu raun,
knýr á og segir: „Kom nú út.
Kapp og vörn skal þér ei bót.
Sé þín trú og verkin væn
veglig skalt þú finna laun.“
3.
Nær sál heim til heljar fer
hold af möðkum etið er,
aftur upp rísa fékk,
fyrir Guðs tign ganga skal,
gefa svar um verk og tal.
Ósæmd sú mun þar ei þekk,
þrjóskur hér og latur gekk.
4.
Hrein lund mun þar huggun full
og hjálpa meir en góss og gull.
Og allt sem eignast mann
þeim við Guð hér sætta sig
sæla gefst þar ævinlig.
Sá Guðs vild nú gjöra kann
góðan hug þar eflaust fann.
5.
Góð samviska er þá ein
ágætari dýrum stein,
betri en besta gull.
Hvör af Kristi hana fékk
hentiliga þar við hékk
synd hans verður* afmáð öll.
Aðstoð Guðs er honum höll.
6.
Ei vænleiki, völd né megn,
vols, metorð né nóglig eign
útvega öndu frið,
utan hjartað auðgað best
í Guðs gáfum verði mest
og prýtt með andligum sið
arf Krists jafnan haldist við.
7.
Son Guðs öllum sjálfur bert
sinn vilja hefur kunngjört:
„Hvör sem vill fylgja mér
kross sinn taki upp á sig.
Auðmýkt hans sé viljuglig.
Sporum mínum haldi hér,
hrindi Adams girnd frá sér.“
8.
Ó, maður, Krists minnast skalt,
mynd þeirri fyrir þér halt,
að honum hlýðir nú.
Blessað ok hans ber í heim.
Breyt þér með trú eftir þeim.
Í engla kór þá kemstu,
kýs það jafnan hirðin sú.
9.
Af hug set á Herrann traust,
hann játa með þinni raust
með verkum votta það.
Þjóna honum í þinni stétt,
þér sem bjóða orð hans rétt.
Svo mun hann með sinni náð
sjá hið besta um þitt ráð.
10.
Breyt þér eftir orði hans,
auk lof og dýrð lausnarans
í hlýðni, ást og trú.
Seg þú svo af hjarta hreinn:
„Herra Guð í þrenning einn,
þér sé hæsti heiður nú.
Haldist það að eilífu.“
Amen.

* 5.6 Rétt lesið, einnig verður í 1619.