Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 228 - Iðranarvísa um guðligt líf og framferði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 228 - Iðranarvísa um guðligt líf og framferði

Fyrsta ljóðlína:Maður, þér ber þína
bls.Bl. CLIVr-CLVr
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) þríkvætt:AAbbCC
Viðm.ártal:≈ 0
Iðranarvísa um guðligt líf og framferði
[Nótur]

1.
Maður, þér ber þína
þekkja synd óhreina,
hvar fyrir himnum af
Herra Guð son sinn gaf
og lét hann einn mann verða
oss líkan á jörðu.
2.
Að hér orð sín kenndi
og þér til sín vendi
í dauða útgæfi sig
af kvölum að leysa þig
fyrir þig frammi stæði
föður um líkn bæði.
3.
Svo anda sinn þér veiti,
sá huggari heitir,
fyrir sitt orð sé með þér
sæll og frómur að verðir,
búi í brjósti þínu,
burtu hrindi pínu.
4.
Gef rúm þeim Guðs anda,
gjör það, þér ber vanda,
opna honum hjarta þitt
að Herrann með orðið sitt
inn til þín sér snúi
og ætíð hjá þér búi.
5.
Um það skoða skyldir,
skynsamliga vildir
lifa rétt sem sómir þér,
son Guðs að ei móðgir
heldur orð hans skilja
og hlýða vel hans vilja.
6.
Eftir ást hans breytir,
öllum góðvild veitir,
varfær og vakandi skalt,
vel forðast ranglæti allt.
Einum Guði í öllum greinum,
geðfelldur sért með huga hreinum.
7.
Vilt þú vel þér haga
vís er alla daga
Guðs mildi og gæfa hrein.
Grandar þér heims ei illska nein,
síðan heill þar hlýtur
himnavistar nýtur.
8.
Margt af heim mátt líða,
mest við Satan stríða.
Holds fýsni þér halt þú frá,
hvörn dag varast þessa þrjá.
Af hjarta Guð ákalla,
ei munt þú þá falla.
9.
Þá heims líf þig þrotar
þín lausnarinn vitjar,
hjálpar sálu holdi frá,
henni gefur fögnuð þá
sem efsti lúður lætur
líf allt rísa á fætur.
10.
Son Guðs sýniligur
sjálfur ofan stígur
með stórum krafti, mátt og dýrð
og mikilli engla hirð,
segir þér og sínum
sem nú hlýðir honum:
11.
„Komið, börn blessuðu,
hér til hægri síðu,
endurfædd og útvalin
í Guðs ríki gangið inn
sem í fyrstu af föður
fyrirbúið var yður.“
12.
Frjáls af öllum pínum
í fögnuði hreinum
ævinliga ert þú þá
almáttugum Guði hjá,
líkur sólarljóma,
lifir sæll í sóma.
13.
Hvörn andinn upplýsti
að taki svo við Kristi
sem í orði sannleikans
í sinni náð kom til hans
og á því ætíð blífur,
arf himna sá hefur.
14.
En sá slíkt órækir,
eftir Kristi ei sækir,
hlífð að fá af herra þeim
hann reynir í öðrum heim
í helvítis eldi
ógn af djöfla veldi.
15.
Kom nú, Jesú kæri,
kristni þín svo læri
vilja þinn og halda hér
á himnum svo að syngjum þér
æðst lof allir saman,
ævinliga amen.