A 227 - Ein syndajátning og bæn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 227 - Ein syndajátning og bæn

Fyrsta ljóðlína:Konung Davíð, sem kenndi,
bls.Bl. CLIIIv-CLIVr
Viðm.ártal:≈ 0
Ein syndajátning og bæn
[Nótur]

1.
Konung Davíð, sem kenndi,
klaga eg minn vanmátt,
merki eg í mínu lyndi
makliga Guðs ósátt,
reyni eg það þrátt.
Gjöra það glæpasyndir
sem Guð minn allar stundir
styggja á margan hátt.
2.
Minn Guð, eg þér játa,
jafnan eg syndir vann
svo eg í öngvan máta
ást þína með mér fann
heldur meir öðru ann.
Hold trúi eg hvörn dag náði
heims að safna auði
sem mig þó svíkja kann.
3.
Miskunn virðstu mér veita,
vorn Drottin þess eg bið,
syndir mér svika leita,
sé eg þeim ekki við,
jafnan mig firra frið.
Við fjandans flærðar skeyti
frelsarinn mín gæti
í þessari náðartíð.
4.
Syndir mér svo ei kæmi
sælli að hafna von.
Þín orð þó illverk dæmi,
andar þau bæta tjón.
Vor Guð mér veit þá bón
að stöðugur standa kynni
svo flærð engin mig ginni
frá þinni sannleiks sjón.
5.
Kriste, þú ert alleina
einn Guð og hjálparráð.
Hefur þú, Guðs orðið hreina,
heims syndir einn afmáð.
Þeir sem þá þiggja dáð
lætur þá heiður hljóta
og himnaarfs vel njóta
með gleði og góðri náð.
6.
Hæsti heilagi andi
hafandi guðdóms mekt,
sem sannleik kristnum kenndir
og kærleik eflir frekt
með þinni náð og spekt.
Meðan lifi eg hér í heimi
í hreinni trú mig geymi
frá allra synda sekt.