A 226 - Ein iðranar og til yfirbótar áminning | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 226 - Ein iðranar og til yfirbótar áminning

Fyrsta ljóðlína:Hjálpræðisdag nú hvör mann sér
bls.Bl. CLIIIr-v
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Ein iðranar og til yfirbótar áminning
Með það lag: Guðs son kallar.

1.
Hjálpræðisdag nú hvör mann sér
og heppiligur tími er.
Sanngjarnir menn því sæti.
Ástgjöf þess vér óskum vel
því óþakklátum kemur kvöl.
Síns efnis sérhvör gæti.
2.
Á efsta degi eigum von
allir að líta mannsins son,
þá dýrstan dóm vill greina.
Sannliga fær þá sérhvör mann
sinna verkanna maklig laun.
Orð tóm ei skalt það meina.
3.
Það tré hvörs frjóvgun finnst ei góð
fellt verður brátt og lagt í glóð
að brenni æ þar inni.
Af öllum huga því iðrast nú,
orð þín og lifnað betrir þú
svo sálin fögnuð finni.
4.
Hljóta ei allir himnavist,
sinn Herra, Herra nefna Krist,
né í Guðs ríki að koma,
heldur sem gjarnan gjörðu þrátt
Guðs vilja af sínum mesta mátt
honum til heiðurs og sóma.
5.
Skíni þitt ljósið skært og hreint
skal það öngvum manni leynt.
Þín trú sig þann veg lýsi
að verk þín góð fyrir sjónum sé
af sönnum vilja látin í té
Guð föður svo flestir prísi.
6.
Þá sem í trúnni tengjast Krist
tæla kann ei holdlig lyst
þess vilja að samsinna.
Í andans ráðum ætíð gá
illum girndum frá þér að slá,
eyða og yfirvinna.
7.
Líkjast máttu ei heimi hér,
hvör djöfuls ríki og brúður er,
til Guðs þig heldur hneigja.
Lundin þín verði ljúf og hrein,
limi alla frá synda grein
dagliga látir deyja.
8.
Sanni Guð, fyrir sonar þíns náð,
send oss þinn anda
er þessi ráð efli með oss og verki.
Ranga hugsun rétti sá,
ráði og leiði oss löstum frá,
með hjálp og huggun styrki.
9.
Hæstum föður sé heiður og dýrð
og herra Jesú þakkargjörð
sem leysi oss alla saman.
Og helgum anda af hvörri stétt
á himni og jörð sé sungin rétt
um aldir alda. Amen.