A 224 - Um stríð holdsins og andans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 224 - Um stríð holdsins og andans

Fyrsta ljóðlína:Kristinn lýður hér heyra skal
Viðm.ártal:≈ 0
Um stríð holdsins og andans
[Nótur]

1.
Kristinn lýður hér heyra skal,
hvörsu að berjast líf og sál
ávallt í þessum eymdardal,
ólíkt í allan máta,
undan vill hvörki láta.
2.
Holdið svo segir: Heill er eg,
hef eg stund marga góða mjög,
áður mig mæðir elli treg,
í sælu vil eg lifa,
eftirlæti ei hlífa.
3.
Sálin ansar: Mér móti brýst,
megnan Guðs dóm þú hræðist síst,
tryggð í skírninni veittir víst,
vilja Guðs jafnan fylgja
og hlýða hans orði helga.
4.
Hold segir: Stolt er líf mér léð,
lagsmönnum vín að drekka með,
sæll og glaður það syng og kveð,
sýni leik og dansa nóga
óspar á spil að voga.
5.
Sál ansar: Minnst þann auðuga mann,
allan heimsfögnuð hafði hann,
með lífi og sál þó missti hann,
hlaut í helvíti þreyja,
sem klárt réð Kristur segja.
6.
Hold segir: Sögn eg ei akta þá,
ævi langa eg eftir á,
í biðlund þeirri mig bæta má,
burt frá syndum mér snúa,
þá mæðir mig sorg með lúa.
7.
Sál ansar: Um það öngvan mátt,
ungur hvorki né gamall átt,
í einum svip Guð þér eyðir brátt,
um dag, kvöld, nátt eða morgna,
veist ei stund né við kannt sporna.
8.
Hold segir: Er þar ár og síð,
allan sé eg svo heimsins lýð,
stundliga girnast gæfu og frið,
gleði vil eg þá hljóta,
meðan eg lífs má njóta.
9.
Sál ansar: Kemur sú eitt sinn tíð,
önd skal líkamann skiljast við,
ágirnd veitir þér þá ekkert lið,
aftur verður að moldu,
sem gjörður vart af foldu.
10.
Hold segir: Mín er hyggja tvist
á huggun eilífa er nú þyrst,
um miskunn bið eg mildan Krist,
mig til þíns föðurs leiðir,
hugraun nú hart mig neyðir.
11.
Sál ansar: Glens eg gjöri ei neitt,
Guð vill hafa klökkt hjarta eitt,
með verkum holdið verður deytt,
því það var stundliga borið,
ormum til átu kjörið.
12.
Hold segir: Guð minn Herra, þú,
hjálp mér fyrir Krist og aftur snú,
heilagi andi, auk mér trú,
að hér stundliga líði
en eilífa gef mér gleði.
13.
Sál ansar: Eg gat nú unnið einn,
enn þó eg sé ónýtur sveinn,
alleina ertu, Herra hreinn,
hjálp mér úr djöfla voða,
á kross því þoldir dauða.
14.
Þetta kvæði nú þrotna má,
þanninn skal hvör sitt hjarta sjá,
til Guðs snúa sér syndum frá,
svo vilji hann til vor venda
og sælu gefa án enda.
Amen.