A 222 - Guðs son er kominn af himnum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 222 - Guðs son er kominn af himnum

Fyrsta ljóðlína:Guðs son er kominn af himnum hér
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Ofan við fyrirsögn stendur „Um lögmálið og evangelium“ sem merkir að um það efni snúist næstu sálmar.
Guðs son er kominn af himnum
Má syngja svo sem: Gjörvöll kristnin.
Paulus Speratus

1.
Guðs son er kominn af himnum hér,
af hreinni náð og mildi.
Af verkum hólpinn enginn er,
oss fá þau ei hlíft svo gildi.
Lausnarann Jesúm lítur trú,
leið hann nóg fyrir oss alla nú,
svo kvitta oss kaupa skyldi.
2.
Hvað í lögmáli heimti Guð
halda það enginn náði,
uppvakti kvöl og mesta móð
mönnum jafnan hjá Guði.
Andinn réð öngvu holdi hjá
helst það lögmál þó vildi fá,
bót var ei voru ráði.
3.
Rangt hugboð manna meinar því
muni Guð lög gefið hafa,
sú orka sjálfum oss sé í
eftir þess vilja að lifa.
Sannlegar vit, það sjónargler,
syndir þær jafnan auglýsir,
huldar í holdi blífa.
4.
Ómöguligt var eigin mátt
arfsynd í burt að láta,
framt þó væri þess freistað þrátt,
frekaðist hún úr máta.
Því hræsnisverkum hafnar Guð,
hold vort alið í synda sið
verðum vér jafnan játa.
5.
Allt mannkyn féll í andar tjón,
ef lögmál fyllti engin,
oss er því Guðs eingetinn son
í manns náttúru fenginn.
Lögmálið allt hann hefur fyllt,
hér með síns föðurs reiði stillt
sem yfir alla var gengin.
6.
Þar nú lögmálið uppfyllt er,
einn var sá því fékk valdið.
Kristnir menn allir, merkið þér,
mynd trúar rétt það haldið.
Herra Jesú, ei annað neitt,
en þinn dauði er lífið mitt,
þú hefur fyrir mig goldið.
7.
Án alls efa mér er það víst
orð þín mig aldri svíki,
sannliga hefur þú sjálfur lýst,
svo frá þér enginn víki.
Hvör á mig trúir og hlýtur skírn
háska andar ei reynir neinn,
erfa skal eilíft ríki.
8.
Hjá Guði frómur haldinn er
hreinni sá trú er gæddur,
ljós það skal þó ei leyna sér
lofligum verkum klæddur.
Set allt þitt traust á sannan Guð,
samkristnum veitir hjálp og stoð,
af Guði ef ert þú fæddur.
9.
Lögmál samvisku særir hart,
syndina þekkja lærir.
Guðspjallið hrellda huggar snart,
hjörtu syndugra nærir.
Krossfesta Jesú krjúpa skalt,
kenning verka og lögmál allt,
hjálp þér og frið ei færir.
10.
Alltíð sannliga ástarverk
auglýsir trúan hreina,
ef trúan sjálf er ekki sterk,
af verkum má það reyna.
Þá réttlætir alleina hún,
eru verkin náungans þjón,
af þeim vér þekkjum hana.
11.
Á réttum tíma framkvæmd fá,
fyrirheiti Guðs vér vonum,
á vissum degi ei vænta má,
vor gæfa sé fyrir sjónum.
Guð veit best nær oss gegnir vel
á greiðslu lætur því verða dvöl,
til þess skal treysta honum.
12.
Ef virðist þér sem hann vilji síst
villa lát þig það ekki.
Fullting hans þá fjærri lýst,
fylgd bestu nærri þekkir.
Við hans orð fast þér halda skalt,
hvörju þó neiti mannvit allt,
sjá við svo ei þig blekkir.
13.
Á hvörri stund lof, heiður, dýrð,
hæstum föður og syni
og helgum anda æ sé skírð
af öllu mannligu kyni.
Hans miskunn við oss mjög er stór,
mildi þig biðjum, faðir vor,
hátt nafn þitt heilagt verði.
14.
Til vor komi þín ríkis ráð,
verði á jörð þinn vilji,
gef oss í dag vort dagligt brauð,
náð þín við synd oss skilji,
sem vér skyldugum vægjum nú,
í freistni oss ei leiðir þú,
leys oss frá illu. Amen.

[Bókahnútur]