A 219 - Í Jesú nafni þá hefjum hér | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 219 - Í Jesú nafni þá hefjum hér

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0
Í Jesú nafni þá hefjum hér
[Nótur]

1.
Í Jesú nafni þá hefjum hér,
hans orð syngja skulum vér
og birta það best sem vér kunnum.
Hvör mann og kvinna hlýði þér,
hvörninn vér lausn andar finnum.
2.
Trúan orkar því allra mest
orð Guðs í hug hvör fær fest,
hér með fær helgan anda.
Í Postulabók sem Pétur mest
predikar í þeim tíunda.
3.
Það er Jóhannes í þriðja sagt,
þá ást hefur Guð á heiminn lagt,
sinn eingetinn son réð gefa,
að hver á hann trúir öðlist makt,
eilífligana að lifa.
4.
Til Rómverja í þriðja er sú grein,
ei kvittar lögmál andar mein,
alleina syndirnar það sýnir.
Í föðurland trú oss leiðir ein,
ljósliga það Paulus greinir.
5.
Guðs réttlæti það kemur af Krist,
krafts sjálfs síns hvört treysti síst,
huggist heldur af því alleina,
hans syndir allar hylur víst,
helgasta lambsins pína.
6.
Fyrir lausn vora leið pín á kross,
líf og heill þar með keypti oss.
Væri hann oss ekki borinn,
eilíf kvöl væri öllum vís,
af Guði er hann því kjörinn.
7.
Abraham heiðraði helst þá Guð,
á hans orði fast með trúnni stóð,
sem finnst til Rómanos í fjórða.
Réttlátan af því Ritning fróð
reiknar hann haldinn verða.
8.
Jóhannes í sjötta svo er skráð,
sanna trú verkar guðligt ráð,
manns verk það máttu ei segja.
Finnur hjá Guði frið og náð,
fyrir þann sem fæddi meyja.
9.
Hafir þú rétt þá helgu trú,
hollan Guðs þjón þá birt þig nú,
þínum þú náunga þénir.
Af öllum hann mætti elska þú
eins og Guðs gæsku reynir.
10.
Minnstu Guð bauð fyrir Móýsen það:
„Manni aumum í þínum stað,
að sýnir hjálparhönd þína,
sem þinni gættu hans óbirgð að,
í því skalt þú trúna sýna.
11.
Hjálplaus ef hann kallar á mig,
í himin það virðist synd fyrir þig,
okur, rán, hygg andar voða.
Þín trú sé sönn og sýnilig
sem Ritningar þér oft boða.“
12.
Matthei í þriðja mér og þér
megum lesa svo boðið er,
þeim af þér til láns vill taka,
án undardráttar aðstoð gjör,
ómakligum og einninn líka.
13.
Himnaríki er aumra eign,
allir trúið það sanna sögn,
fyrir aflát fé ei fargið.
Gefi Guð yður aura megn
öreigum þar með bjargið.
14.
Allir sem kristnum unnið sið,
fyrir augum hafi þér jafnan Guð,
eftir hans boðorðum breytið.
Börn yðar helst þar venjið við,
vináttu Guðs svo leitið.
15.
Guð fyrir Móýsen greinir bert,
ef gengur veg eða heima ert
orð Guðs og elsku þú stundir.
Fyrir Krist hefur hann þig kvittan gjört,
við kvöl, lögmál og svo syndir.
16.
Kenni eg þér: Svo komið ei óvart
Kristí þjónar hljóta líða margt,
raun og kvöl, hatur með háði.
Berjast verða við holdið hart,
heiminn og djöfulsins æði.
17.
Riddari dýr ei dug þinn kvel,
Drottinn sjálfur þig verndar vel,
þér hefur hann yfirbugað.
Dauða, synd, pínu, djöful og hel,
dýrðarkórónu þér hugað.
18.
Að bíðum þess en bilið síst,
biðjum af hjarta Jesúm Krist,
hann er heill anda vorra.
Af öllu hefur oss illu leyst,
auðmjúk þökk sé þér, Herra.
19.
Um dagligt brauð þig biðjum nú,
blessuð þín orð er fæða sú,
andir vorar ætíð seðji,
oss við ólukku þyrmir þú,
þín blessuð ein oss gleðji.