A 217 - Um Guðs orð og kristilega trú, einn lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 217 - Um Guðs orð og kristilega trú, einn lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Herra himins og landa
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
Um Guðs orð og kristilega trú, einn lofsöngur
[Nótur]

1.
Herra himins og landa,
heyr mig fyrir þinn son,
gef mér þinn góða anda,
glóanda trú og von,
um sætt orð þitt svo mætti
syngja og virða það,
sem kemst með kröftugum hætti
klárt nú í margan stað.
2.
Ei lát oss aftur missa,
ástsemdar huggun þá,
synd vor þó orki þessa,
það kenn oss rétt að sjá,
af Adams megni eigi
erfum þinn dýrðarfrið,
fyrst að vér fögnum lygi
og fölskum manna sið.
3.
Orð þín ævinlig standa
sem Esajas kvað
veröld þó vilji þeim granda
víst henni tekst ei það.
Margir með ráði röngu,
reituðu lærdóm þann,
orðið hafa að öngvu
alla þá Kristur vann.
4.
Hlíf oss við heiftardómi,
Herra, vor líknar von,
lít oss með miskunnsemi,
minnst á þinn sæta son.
Með krossins kvöl og dauða
kvittaði oss syndum af,
öllum sem honum hlýða
heillasátt þína gaf.
5.
Þig eini Guð og þrenni,
þess biðjum allir vér,
aukning gef oss í trúnni
að stöndust fyrir þér.
Væri svo vildir hyggja,
voru réttlæti að,
mun þig úr máta styggja,
mælti Esajas það.
6.
Ástsemdar orðin dýru,
ó, faðir minnstu þau,
Jóhannis í þriðja eru,
þú elskaðir veröld svo,
þinn hjartans son hefur gefið,
hvör sem trúir á hann,
sá öðlast eilíft lífið,
aldri fortapast kann.
7.
Ég skal eflaust trúa
orðum þínum og náð,
svo ei megi mér snúa
mannanna siðir né ráð,
að eg verk nokkur voni,
veg mér til hjálpræðis
fyrir holdi hel þó skíni,
hvað mann í Tító les.
8.
Guð sér um allar álfur
á rétttrúuð hjörtu ein,
Hieremias svo sjálfur
segir í fimmtu grein,
ætíð mig á það reiði,
er sá grundvöllur klár,
sannleiksvegi hjá sneiðir
sá þessu móti stár.
9.
Rétt kristnir öngvu kvíða,
kunna vel standast gegn,
synd, víti, djöfli, dauða,
Drottinn þeim veitir megn.
Það skal hvör maður merkja
í mótgang og síðustu kvöl,
samvisku sína að styrkja,
svo erum vér búnir vel.
10.
Hvör á hann ekki trúði,
er nú fordæmdur víst,
náð Guðs frá honum flúði,
frelsa hann verkin síst.
Góðverk eru þau alleina,
auðsýnir trúin klár,
sem kristnum svo vill þéna,
sem í Mattheó stár.
11.
Miskunn Drottins varðveiti
veika menn jörðu á,
svo þá ei þjáning þreyti,
þyrmi og verndi þá.
Svo byrði Guðs bera kynni,
bila þeir skjótt við heim,
sem kenna Krist með munni,
kalt er þó hjartað þeim.
12.
Kristna eg áminni
að ákalla Drottin vorn,
að gefi með gæsku sinni
góðra valdsmanna stjórn,
sem að Guðs orði gæti
og gjarna hlífi því,
af mildi Guðs svo mæti
meiri sæmd heimi í.
13.
Þér sem sitjið í völdum
saklaust ei dæmið blóð,
að mætið ei myrkragjöldum,
mjög heitri vítis glóð.
Hefndar dóm hæsti gefur,
haldið það ekki spé,
Andreas Gruber ort hefur
í sínu fangelsi.