A 216 - Ein trúlig viðvörun, að menn ekki forsmái Guðs orð, heldur trúi fastliga þar á í öllum ofsóknum djöfuls og vondra manna svo sem dæmi eru til í Gamla testamentinu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 216 - Ein trúlig viðvörun, að menn ekki forsmái Guðs orð, heldur trúi fastliga þar á í öllum ofsóknum djöfuls og vondra manna svo sem dæmi eru til í Gamla testamentinu

Fyrsta ljóðlína:Vak í nafni vors Herra
Viðm.ártal:≈ 0
Ein trúlig viðvörun, að menn ekki forsmái Guðs orð, heldur trúi fastliga þar á í öllum ofsóknum djöfuls og vondra manna svo sem dæmi eru til í Gamla testamentinu
[Nótur]

1.
Vak í nafni vors Herra,
vakna skalt, kristin trú,
þér ber þakkir að gjöra,
þínum brúðguma nú.
Orð sín þér aftur sendi
um þessa náðartíð
og á voru ysta landi
alls staðar klár þau kenndi,
ljóst fyrir öllum lýð.
2.
Óvin sá ormur gamli,
einn faðir lyginnar,
umbrýst svo að því hamli,
af heift svo úrskurðar.
Bana og banns skal sekur
boðandi guðspjallið,
úr landi oft þá rekur,
eitrar, brennir, aftekur,
þó sigrar ei þar með.
3.
Fyrst ógnarfrekt með tönnum,
falski drekinn af móð,
ætlar frá orðum sönnum
að fæla kristna þjóð.
Fylg Guði fast af huga,
fyrir þér ber hann sorg,
sá þig sækist að buga,
sjáld grípur í hans auga,
hann er þín hlífðarborg.
4.
Svo hjálpaði vor Herra
hjörð sinni Ísrael,
faraó fjandmann þeirra
fékk í hafinu hel.
Fljótt varð Jeríkó falla
fyrir Ísraels lýð,
lestist þá lúðrar falla,
líkn þá og aðstoð alla
Guðs börn þá þurfa við.
5.
Madjanítar mæddu,
mjög illa Drottins lýð,
Amalekítar æddu,
Ísrael beiddi Guð.
Gaf þann þá gjörði lausa,
Gídeon er nafn hans,
Guðs börn í lúðra blása,
barðist svo þjóð guðlausa,
féll hundrað þúsund manns.
6.
Sjá hvörninn Drottinn dugði
Davíð kóng móti Sál,
sá bana honum hugði,
hlífði og síðar vel.
Við sínum syni bráða
sem nefnist Absalon,
sá Davíð svipti náðum,
setti af ríkis ráðum,
þó bættist þetta tjón.
7.
Merk Guðs stoð mildiliga,
mót Jeróbóams makt,
um Abía tvo vega
í stríði hafði lagt,
svo hvörn til heljar leiddi,
hinir Guð kalla á.
Hug grimmra Herrann eyddi,
hans fólk með vopnum deyddi,
fimm hundruð þúsunda.
8.
Gæt hvörninn Guð réð hefja
göfugan Asa kóng,
sæmd hans sóttist að kefja
Serah og fylgd hans ströng.
Þúsund þúsundir þora
þjóð Guðs að rísa í mót.
Herrann gaf þeim heill stóra,
hjuggu svo niður Mora,
eigi stóð einn á fót.
9.
Þenk hvað vel þyrmdi Drottinn,
þeim kóng Esekía.
Senakerib með spotti,
sótti hans ríki á,
fýstist að yrði fundir
fyrir Jerúsalem.
Engill sló um náttstundir,
áttatíu þúsundir,
því sneru hinir heim.
10.
Heyr og Guðs hjástoð hlýða
hvörja Jósafat fann,
Móab og Amon stríða
á þennan fróma mann.
Hans sveit af hjarta biður,
Herrann var þeirra traust,
óvinum var ei friður,
innbyrðist hjuggust niður,
fólk Guðs varð voðalaust.
11.
Öll kristni á það hlýði
óvini Drottinn sló,
hans fólk fékk hjálp um síðir,
hönd Guðs ei styttist þó.
Hann vill þig vernda, næra,
veit þinna hára tal,
lát nú Satan sig stæra,
sönn Guðs orð girnst að læra,
erfð þín ei bregðast skal.