A 210 - Ein vísa um sönn rök vorrar endurlausnar og hvar fyrir vor endurlausnari hann hlaut að vera sannur Guð og sannur maður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 210 - Ein vísa um sönn rök vorrar endurlausnar og hvar fyrir vor endurlausnari hann hlaut að vera sannur Guð og sannur maður

Fyrsta ljóðlína:Adams óhlýðni öllum kom
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBBccB
Viðm.ártal:≈ 0
Ein vísa um sönn rök vorrar endurlausnar og hvar fyrir vor endurlausnari hann hlaut að vera sannur Guð og sannur maður
Má syngja sem: Gjörvöll kristnin.
D. Nich. Hem.

1.
Adams óhlýðni öllum kom,
æ megum vér það kæra,
í hörmung og þá hæstu raun
hæst er sú hryggðar snæra.
Djöfullinn einn þann drýgði prett
sem drjúgum syndir hefur gjört,
Guð mun það ljúft lagfæra.
2.
Hér mælir fyrst Guðs maktin snjallt,
hún mun víst bótum valda:
„Eg kann burt taka bölið allt
og þeim beiska dauða gjalda,
brennandi vítis brjóta hlið
og buga Satan velli við,
svo vil eg sigri halda.“
3.
Guðs réttvísi þá greiðir svar
og glæpi hirtir flesta,
með hryggðar pín og hefndar par
því hér má ekkert bresta.
Nær réttlætið og ríklegt vald
rata í eitt samþykktar hald,
það er sú vegsemd mesta.
4.
Miskunnin ljós nú mætir þvert
og mildiliga oss aumkar,
ef Guð vill eftir greindum rétt,
gjörvallri linkind seinka,
hvar er þá heill og náðin sæt?
Og hin háleita spekin mæt,
sem herrar sér tileinka?
5.
Guðs vísdómur gaf ráðið slíkt,
gæskufullt alla daga,
að vér höldum svo allt forlíkt,
það enginn þurfi að klaga.
Guðs veldis maktin varir fast,
veglig miskunn fær ekkert last,
án réttvísinnar baga.
6.
Oss hæfir öllum (hlýðið á),
í heiðri jafnt að standa,
svo góðar þakkir gefist þá
Guði til að vanda.
Hugleiðið nú mín hjartnæm orð,
hvar af gleðin er englum gjörð
og mönnum hjálp til handa.
7.
Hvör getur synda goldið sekt
og grimmd reiðinnar hlaðist?
Hvör finnst svo hraustur af fullri mekt
hann fái dauðann staðist?
Nema Guð sjálfur gjöri það
og grípi manninn úr eymdarstað
og þeim þanninn líknaðist.
8.
Bar nokkrum syndabyrði hér
nema einhvörjum manni?
Því Adam sótti oss með sér
í aumu lastabanni,
hér af sannliga segjast kann,
gætið þess vel jafnframmi.*
9.
Því lét Guð minn sinn ljúfa son,
líkamans holdgan hljóta,
að vér mættum með hans tilsjón
himnaríkisins njóta,
öllum er farið illsku mátt
andskotans, hvör að liggur lágt,
Kristur lét hans kraft þrjóta.
10.
Heyr þú til mín, maður hvör,
hvað Jesús Kristur býður,
honum að hlýða hæfir þér,
því hann er öllum þýður:
„Kom þú til mín í kærleikstrú,
af kvöl vil eg þig leysa nú
og þinni sorg slá niður.“
11.
Svo býður Kristur sína náð,
samt fátækum og ríkum,
sem að Guðs orði hafa gáð
út í gjörvöllum ríkjum.
En sá Guðs syni gleymir hér
glóandi pínur hreppir meir
í heitum heljar díkjum.
12.
Hvör sem trúir á Herrann Krist,
hann er Guðs barnið blíða,
sá óttast Guð af allri list
og elsku sýnir víða.
Sinni kallan með sæmdum ann
svo Satan aldri vélar hann.
Hans von vill Kristur bíða.
13.
Þar fyrir syngur himnasveit
Guði sé lof án enda,
því hans elskan var svo heit,
heimi réð son sinn senda.
Með þeim syngjum af þýðri lund,
og þökkum Guði hvörja stund,
amen að allir vanda.

* Þetta erindi er aðeins 6 braglínur en önnur erindi eru 7. Er einnig svona í 1619, opnu 144.