A 206 - Ein andlig vísa um vora upprunasynd og hvörninn hún er grædd og bætt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 206 - Ein andlig vísa um vora upprunasynd og hvörninn hún er grædd og bætt

Fyrsta ljóðlína:Ó, vér syndum setnir
Viðm.ártal:≈ 0
Ein andlig vísa um vora upprunasynd og hvörninn hún er grædd og bætt
[Nótur]

1.
Ó, vér syndum setnir
með sárlegt glæpastríð,
þar inni að erum getnir
og fæddir hvörja tíð.
Leiddi yfir oss alla
þá eymd og stóru neyð
að vér urðum falla
í þann eilífa deyð.
Kyrieeleison, Kristíeleison, kyrieeleison.
2.
Úr þeim dauðans dróma
dugðu engin verk,
oss aftur burt að koma,
um of var syndin sterk.
En það vér leystir verðum
og er það trúan mín,
Guðs son hlaut þá hörðu
heljar líða pín.
Kyrieeleison, Kristíeleison, kyrieeleison.
3.
Ef kominn ei Kristur væri,
kærstur í þennan heim,
og ekki á sér bæri
eymd í manndóm þeim,
né vegna vorra synda
viljugur lífið misst,
vér hefðum verið án enda
æ fordæmdir víst.
Kyrieeleison, Kristíeleison, kyrieeleison.
4.
Soddan mesta mildi
og mjúk föðurs náð,
sem utan alla skyldu
oss hefur Guð tjáð.
Í Kristó syni sínum,
er sig lét negla á kross,
til harðrar heljar pínu
en hjálpar öllum oss.
Kyrieeleison, Kristíeleison, kyrieeleison.
5.
Það skal oss hughreysta
mót hvörri synd og deyð
og óttast öngvan neista
af illri vítis neyð.
Því skömm og öllum skaða
skildir erum nú frá
fyrir Jesúm Krist blessaða,
vorn Herra himnum á.
Kyrieeleison, Kristíeleison, kyrieeleison.
6.
Þar fyrir viljum lofa
og þakka allir menn,
föður og syni á ofan,
með helgum anda senn.
Og biðja hann vilji oss víkja
vélum djöfuls frá,
svo hann megi oss ei svíkja
Guðs helga orði frá.
Kyrieeleison, Kristíeleison, kyrieeleison.