A 197 - XXVI [26.] sálm. Judica me Domine | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 197 - XXVI [26.] sálm. Judica me Domine

Fyrsta ljóðlína:Dæm mig, Guð, að eg líði
Viðm.ártal:≈ 0
XXVI [26.] sálm. Judica me Domine
Er einn sálmur fyrir guðliga og fróma valdsmenn og aðra þá sem alvarliga framfylgja Guðs orði, en líða þar fyrir last og lygi eða ofsóknir.
[Nótur]

1.
Dæm mig, Guð, að eg líði,
eftir því eg meinlaus er,
orðum þínum eg hlýði,
allri synd forða þú mér.
Guði vil eg gjarnan treysta
og gefa mig hans náð.
Á honum mál mun festa,
má sú stoð aldregi bresta,
hann er mitt hjálparráð.
2.
Prófa mig, Herra mildi,
mína alvöru reyn,
fága mitt brjóst með eldi,
mín nýru gjörðu hrein.
því þína gæsku góða,
gjarna sé eg og skil,
í minni eymd og voða
orð þín og sannleik skoða,
gang minn svo vanda vil.
3.
Ei vil eg heimili hafa
hjá óráðvöndum lýð,
sem í heims sælu lifa,
sig dreissa alla tíð.
Festi eg ei við falska
félag á nokkurn veg,
sú lystug lærdóms mælska,
lymsk og ótrú sem valska,
ekkna hús etur mjög.
4.
Ei er mér kær sú kirkja,
kallast rangt andlig stétt,
holdligra hræsnis klerka
haldandi páfans rétt.
Hvörjir sem hátt og æði
hug sinn og orðin ljót
vel fegra með fláræði,
fjærri því rétt til stæði,
þó rís af öngri rót.
5.
Frá þeirra flokk eg reisi,
fríðari vist mér fæ,
hjá frómum með meinleysi,
mínar hendur eg þvæ.
Herra, að þínu altari
ávallt er ferðin mín,
svo frá villu mig vari,
veg krossins þó hér fari,
þar til eg kemst til þín.
6.
Þar lofsöng og þakklæti
þekkja og heyra kann,
svo ávallt iðkað gæti
andligan heiður þann,
að eg almennt greini
af dýrðarverkum þeim
og jarteiknum ei leyni
sem Jesús son þinn hreini,
einn veitti öllum heim.
7.
Hús þitt og herrasetur,
heimili þitt á jörð,
tjaldbúð sem þú mest metur,
birtandi þína dýrð.
Á þeim stað hef eg alleina
elsku af hjartans grunn,
sem rækir ræðu þína,
reikna eg það gæfu mína,
komna af þínum munn.
8.
Önd mína ei yfirgefir
í mótlæti og raun,
meðan mitt hold hér lifir,
meðtaki ekki laun.
Syndugra og illmenna
á blóð þyrstandi mjög,
heimskra og óhlýðinna,
hvað sem þeim orð þín kenna
lasta á allan veg.
9.
Í sókn, heimahúsum,
hjá, fjarri, leynt og ljóst,
ætt, vinum og ástlausum,
í griðum, friði og þjóst,
hvörgi neins blóði hlífa,
hendur né hjartans rót,
hjá þeim má enginn blífa,
hvörn mann vilja aflífa
sem mælir þeim nokkuð mót.
10.
Engin synd þeim í hendi
er stór né nokkurs verð,
þó sig með mútum blindi
meta þeir heiðurs gjörð.
Fús til sín fé að draga,
finnst þeirra hægri hönd,
leita ei friðs né laga,
lýð með hastyrðum aga,
svo vilja siða lönd.
11.
Hverninn skal eg misskilja
skaðræði þeirra frá?
Klókliga kann sig hylja,
kefjast með öngvu má.
Frels mig með miskunn þinni,
mér veittu þína náð,
svo í einfeldni minni
orð þín vel halda kynni,
en forðast flærðar ráð.
12.
Minn fótur færist ekki
frá þínum rétta veg,
dramb, svik og alls kyns hvekki,
ósátt vekjandi mjög,
hindra hlýt eg og sætta,
hræðast ei manna lund.
Þökk, lof og dýrð þér votta,
þig heiðra einn með ótta,
í sveit og sóknar fund.