A 188 - CXLVI [146.] sálm. Lauda anima mea | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 188 - CXLVI [146.] sálm. Lauda anima mea

Fyrsta ljóðlína:Lofgjörð og heiður önd mín á
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0
CXLVI [146.] sálm. Lauda anima mea
Er og svo huggunarsálmur fyrir þá niðurþrykktu og frómu í þeirra hörmung.
Má syngja sem: Væri Guð oss nú ekki hjá.

1.
Lofgjörð og heiður önd mín á
einum Guði að játa,
vegsemd Drottni sem vinnast má
veita í allan máta.
Æ jafnan skal mín ævi löng
eilífum Guði sætan söng
með fögnuði frammi láta.
2.
Hafi þér ekki hug né traust,
heims á voldugum mönnum,
mannanna sona lið er laust
litlu orkandi að sönnu.
Hverfur hans andi honum frá,
hnígur í sína hvílu þá,
ráð hans þá fallin finnum.
3.
Sá mun óvalta sælu fá,
sönnum Guði kann trúa,
fulla von honum festir á,
frá Guði vill ei snúa.
Sá himin, jörð og hér með sjó,
hefur skapað, með orði þó,
og allt það þau yfir búa.
4.
Trúfastur framar öllum er,
aldrei kann bregðast þetta,
ofsóknum veitir aðstoð hér,
ójafnað kann að rétta.
Fangaða leysir fjötrum af,
fagnaðar sjón þeim blindu gaf,
hungraða hann mun metta.
5.
Uppreisn og hjálp er Herra þeim
hernaðar óöld mæta,
ráðvandra manna hér um heim
hann vill með mildi gæta.
Útlendingum er aðstoð best,
umsjón munaðarlausra mest,
ekkna vill ánauð bæta.
6.
Óráðvöndum öllum kann
ofsa þeirra að gjalda,
ábúð rangri svo eyðir hann,
ei megna móti halda.
Kristnina verndar kóngur sá,
kraft hvörs og ríki ei endast má,
einn Guð um aldir alda.
7.
Hæstum Guði sé heiður og makt,
hans syni og helgum anda,
ævinliga af öllum sagt
um aldir megi það standa.
Gefi oss þar til gæsku og náð,
girnast mættum af allri dáð
hans vilja og lof að vanda.