A 185 - Sami sálmur öðruvís (þ.e. Beatus vir Qui) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 185 - Sami sálmur öðruvís (þ.e. Beatus vir Qui)

Fyrsta ljóðlína:Kristins það eitt mun manns
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur öðruvís*
Með sömum nótum.

1.
Kristins það eitt mun manns
mest auðlegð vera,
og lífi hryggvu hans
helst blessan bera.
2.
Eilífan að óttast Guð
og honum unna,
hans jafnan heilög boð
halda og kunna.
3.
Handbjörg þér fæðu fær
fullrar að njóta,
sannri þú sælu nær
sæmd munt þú hljóta.
4.
Hússins uppheldi sé
holl eiginkvinna,
sem gott vínviðartré
var kvista sinna.
5.
Allt borð þitt um í hring
eins sitji synir,
eik viðsmjörs og í kring
ungviðir klénir.
6.
Búanda blessan sú
bregst aldrei neinum,
einn Guð sem óttast nú
af huga hreinum.
7.
Veiti þér gæfu Guð,
grandi við varði,
af Síon alla tíð
og griða garði.
8.
Auðlegðar elli með
unni þér gjarna,
að fengir syni séð,
síðan börn barna.
9.
Fólk Guðs úr fári leitt,
frið haldi lengi,
góðfúsir allir eitt
amen menn syngi.

*Þ.e. eins og sálmurinn á undan, Beatus vir qui.