A 182 - Sami sálmur með öðrum hætti (þ.e. De profundis) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 182 - Sami sálmur með öðrum hætti (þ.e. De profundis)

Fyrsta ljóðlína:Af djúpri hryggð hrópa eg til þí
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccO
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Af djúpri hryggð hrópa eg til þín,
heyr, Guð Drottinn, mína raust,
verði þín eyru vend til mín,
virð bæn mína, það er mitt traust.
Ef þú vilt eftir illskum sjá
og vor afbrot að minnast á,
Herra, hvör kann það líða?
2.
Líkn og náð er því leyfð hjá þér,
lausn syndanna að veita,
því líf vort allt með líkum fer,
líka þá best skal heita.
Hjá þér enginn sér hrósa kann,
hvör og einn má það óttast mann
og þinni miskunn leita.
3.
Vil eg til Guðs því vona nú,
mín verðskuldan fordjarfast
til hans mitt hjarta skal halda trú,
hans blóð það er mér þarfast.
Sendi hann mér sitt eilíft orð,
það er mitt traust og tryggðar gjörð,
eg vil þess alltíð vænta.
4.
Þó fái það endast fram á nátt,
til fyrstu morguns stjörnu,
gef eg mig upp á Guðs almátt,
gjöri eg það svo gjarna.
Því það er Ísraels eigin art,
sem andlig fæðing fyrsta snart
og væntu Guðs að vilja.*
5.
Þó margar syndir með oss sé,
meiri er náð hjá Drottni,
hann dregur ei sína hjálp í hlé,
svo hún oss aldrei þrotni.
Hann er alleina hirðir sá,
hjörð Ísraels leysa má
af sínum öllum syndum.

* þ.e. sami sálmur og sá næsti á undan, De profundis.
* 4.7 Eða „vitja“? Virðist ekki vera 1619.