A 180 - Sami sálmur með öðrum hætti* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 180 - Sami sálmur með öðrum hætti*

Fyrsta ljóðlína:Heimili vort og húsin með
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 0

Sami sálmur með öðrum hætti*


1.
Heimili vort og húsin með,
nema Herrann byggja vildi,
árliga blessi bú og féð,
björg svo hvör hljóta skyldi,
af gæsku hans og guðdómsnáð,
sem gjarnan eflir allra ráð,
annars vor iðja ei gildir.
2.
Nema Guð sjálfur styrki stað
og stjórni borg og landi,
hlífi og gæti hollur að,
svo öngvu* stofnist vandi,
gefi og sjálfur góðan frið,
gagnlaust er þó vaki lið,
fær öngvu* forðað grandi.
3.
Vera upp árla veitir ei þörf
né vökur langar að hafa.
Áhyggja, víl og ærin störf
auðlegð það kann ei að gefa.
Hugsjúkir eta harma brauð,
en hollari fæðu gefur Guð,
sér ljúfum þá þeir sofa.
4.
Lítið ávöxt og yðar börn,
af Guði þau hafið þegið,
haldkvæma fá þau hjálp og vörn,
hans gáfu soddan segið.
Forsjón vill hann þeim veita vel,
vís þeirra fæða hún ávallt er,
sjálfir það sanna megið.
5.
Eins sem pílur ekki fár,
öflugur hefur í hendi,
þangað sem hugði hann sér til fjár,
sérhvörri frá sér renndi.
Mátt Guðs og vilja merkir það,
mann og kvinnu úr ýmsum stað
til samvista hann sendi.
6.
Sæll er sá maður þeim gefur Guð
góðan fjölda barna,
óvinum kvíðir ekki við,
þeir ýfa hann ei gjarna.
Í borgarhliði nær yrðast á,
örugga hjástoð hefur sá
svívirðu sér að varna.
7.
Dýrð Guði, föður og syni sé
sungin og helgum anda,
blessun hans voru bjargi fé,
bæja geymir og landa,
Efli hann vora ást og trú,
almáttug virðist verndin sú,
í hvert sinn hjá oss standa.

* þ.e. Nisi Dom. edifica
* 2.4 og 2.7 Í 1619 er þetta ritað svona: „öngvu,“ opna 124. Ath.