A 171 - CX [90.] sálm. Domine refugium | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 171 - CX [90.] sálm. Domine refugium

Fyrsta ljóðlína:Herra Guð, þú ert hlífðin vor
Viðm.ártal:≈ 0
CX [90.] sálm. Domine refugium
Bæn Móses, Guðs þjónustumanns, og um eymd og vesöld þessa lífs.
Má syngja sem: Af djúpri hryggð.

1.
Herra Guð, þú ert hlífðin vor,
hvör oss ætíð vilt geyma,
áður fjöll, jörð og veröld var
ert þú Guð alla tíma,
sem lætur mennina falla frá,
fæst engin dvöl nær kallar þá,
aftur þér skuluð nú koma.
2.
Fyrir þér eru þúsund ár,
því næst sem næturvaka,
við daginn þann sem var í gær
og vatnsföll má þeim líkja,
eður grös sem hafa öngvan mátt,
árla blómgast og fölna brátt,
að aftni þurr enda taka.
3.
Grimm reiði þín svo eyðir oss,
óvart vér göngum undir,
misgjörðir vorar þú leiðir í ljós,
álítur duldar syndir.
Þín bræði upp etur ævi skjótt,
eins og sögð væri saga fljótt,
líða svo lífsins stundir.
4.
Sjötíu ár vor ævi fær,
átta lengst þegar næði,
heims sælu mesta þá höfum vær,
hryggð er það og armæði.
Hverfur hann skjótt sem oss fljúgi frá,
fæstir trúa og hræðast þá
þungu ógn þinnar bræði.
5.
Veit oss að stunda visku þá,
að verðum vér frá að falla,
Drottinn, til þinna þjóna sjá
sem þig um náð ákalla.
Seðji oss alla þitt sæta traust,
svo þig lofum með hug og raust,
glaðir um ævi alla.
6.
Lengi höfum vér liðið kvöl,
lít oss nú aftur, Herra,
gleð þú vor hjörtu og hugga vel,
hörmung vora lát þverra.
Trúaðir þínir að þekki hér
þitt verk, líf, lausn, hjálp það er
og heiðurinn þinn börn þeirra.
7.
Himneski Guð og Herra kær,
hjörð þína þú nú náða,
þjónustu þá sem vinnum vær
viljir* til þarfa ráða.
Kenning hreina og helgan sið,
heimsstjórn, réttindi, heill og frið,
Guð, virðstu hjá oss greiða.

* 7.4 Óljóst, líka óljóst í 1619, opna 119. Væri hægt að lesa „villtir.“