A 162 - Sami sálmur öðruvís útlagður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 162 - Sami sálmur öðruvís útlagður

Fyrsta ljóðlína:Á þér, Herra, hef eg nú von
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBoB
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur, öðruvís útlagður
(þ.e. eins og In te Domini speravi)
[Nótur]

1.
Á þér, Herra, hef eg nú von,
hjálp svo yfir mér engin smán
ævinliga blífi. Frelsa þú mig,
þess beiði eg þig,
þitt réttlæti mér hlífi.
2.
Bænheyr þú mig með mildi nú,
miskunnar eyra til mín snú,
flýt þér fullting að veita.
Ég stend og bíð í stórri neyð,
styrks hjá þér einum leita.
3.
Vert þú minn Guð og örugg hlíf,
eilíft skjól minni önd og lífi.
Veit þú mér vel að stríða,
við óvin minn þann margan finn,
mótfallandi mig víða.
4.
Hella mín ert og hjálparmúr,
helgast orð þitt minn skjöldur trúr,
heill mín í öllum vanda.
Mér hjálpar Guð úr hvörs kyns neyð,
hvör kann mér móti standa.
5.
Lygi og róg eg hlaut af heim,
hefur mér sett með svikum þeim,
net og snöru í leyni.
Af hættri kvöl mér hjálpa vel,
hlífð þína svo eg reyni.
6.
Eilífi Guð, ei vík frá mér,
anda minn bífala eg þér,
meðtak hann þér til handa.
Ó, Herra trúr, eymd allri úr
leys mig þá lífið enda.
7.
Föður, syni og anda nú,
æðst lof og dýrð af hug og trú
syngjum vér allir saman.
Veit þú oss, Guð, fylgi og frið
fyrir Jesúm Kristum, amen.