A 159 - XXV [25.] sálm. Ad te Domine leuavi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 159 - XXV [25.] sálm. Ad te Domine leuavi

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
bls.Bl.
Viðm.ártal:≈ 0
XXV [25.] sálm. Ad te Domine leuavi
Er bænar sálmur, að Guð vildi hjálpa oss í neyðinni, fyrirgefa syndirnar og gefa náð, að vér mættum ganga í hans boðorðum.

1.
Frá mönnum bæði hjarta og hug
hef eg með öllu snúið,
því hjá þér alleina, Herra Guð,
hjálp og traust er tilbúið.
Í þér set eg alla von,
aldrei bíður sálartjón,
sá þér sannliga trúir.
2.
Óskammaðir verða allir þeir
er á þig trúnað setja,
þín volduga hönd þá verndar hér,
svo voða öngvan rata.
En þeir munu skömm og skaða fá,
sem skeika þínu orði frá
og aðra til ills upp hvetja.
3.
Vísa mér þína vegu á,
að varist eg stigu ranga,
manna lærdómi leið mig frá,
svo lífsbraut megi ganga.
Mína lukku, velferð, líf og ráð
legg eg allt á þína náð,
til tráss* við þá mig angra.
4.
Á miskunn þína, mildi Guð,
minnst þú og þúsund gæði.
Svipt burt allri sorg og neyð,
svo að eg blessan næði,
sem útvöldum er tilreidd
fyrir upphaf heims og verði greidd
með frið og farsæld bæði.
5.
Mínum ungdómsbrest og illum sið,
ó, Drottinn, virðst þú gleyma,
þig bið eg mér að leggja lið
og lítilmagnann eyma.
Sérdeilis fyrir blessað blóð,
er af beinum Jesú á krossi stóð,
þann sjóð skal sálin geyma.
6.
Réttvís og góður í raun ert þú
og ríkur af náð við alla,
þá sem af hjarta, hug og trú
þitt helga nafn ákalla,
og þó þeir víki veginum frá,
við reisir þú aftur þá,
svo í fordæming ei falla.
7.
Eins sannleiksbrunnur orð þitt er,
öllum til gleði og náða,
þeim þig óttast í heimi hér
þú hjálpar til góðra ráða.
Óbrigðul eru öll þín heit,
af því trúin gjörla veit,
ó, Drottinn fullur dáða.
8.
Herra Guð, fyrir þitt helga nafn,
afhreinsa syndir mínar,
hér vex svo mjög hið vonda safn
og í veröld ei dvínar.
Því hjálp að eg varist villu best,
þinn vilja og orð æ ræki mest,
svo rati ei raunir neinar.
9.
Allir þeir sem óttast Guð
skulu erfa himnaríki
og hafa eilífa hvíld og stoð,
það hæli síst trúi eg svíki.
Sinn sáttmála hér sýnir þeim,
forsorgar og allt í þessum heim,
ef lifa sem honum líki.
10.
Jafnan til þín, ó, Jesú Krist,
ég augunum upp lyfti,
í þér alleina er öll mín lyst,
þín elska dýrt mig keypti.
Virðstu að sjá það eg vesæll er,
vafinn í syndaneti hér,
og gjör snart góð umskipti.
11.
Eymdin mín er úr máta stór,
því margir ofsókn veita,
býr í hjarta sorgin súr
fyrir synda byrði.
Ég leita undan því oki og til þín,
án efa er sú trúan mín,
mér munir ei náðar neita.
12.
Geym mína sál frá hneykslum hér
og hve það hún illa gjörði,
mín örugg von er í þér,
ætíð þinn vilji verði.
Hjálp nú, Herra, af hvörs kyns neyð,
ég hugga mig við Kristí deyð
sem frelsi oss aftur færði.
13.
Heiður sé föður himnum á,
hans dýrð aldrei þrjóti,
Guðs syni allir göfgan há
gjörum með sama móti.
Æra og lofgjörð einn veg sé,
anda helgum jafnan téð,
sú þrenning heiður hljóti.

* 3.7 Verður að standa svo. Í 1619 hefur þessi sálmur verið ortur upp að nokkru og breytt, opna 108.