A 158 - XXIII [23.] Dominus regit me | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 158 - XXIII [23.] Dominus regit me

Fyrsta ljóðlína:Herrann sjálfur minn hirðir er
bls.Bl.
Viðm.ártal:≈ 0
XXIII [23.] Dominus regit me
Prísar velgjörninga Kristí, svo að vér þess heldur elskum hann og trúum á hann.
Má syngja svo sem: Sæll er sá mann.

1.
Herrann sjálfur minn hirðir er,
hann mun mín allvel gæta,
og hvað gott sem eg þarf hér
ei lætur hann mig þrjóta.
Haga góða mér veitir vel,
vaxa lét heilnæm grös þar til,
sinna heilagra orða.
2.
Hreinum vötnum hann hélt mér að,
hvað best mig mátti næra,
hans andi víst það heilagur var
sem huggun vill mér færa.
Sannan lífsins mér sýndi veg,
sinna boðorða aðgætti eg,
og lét mig nafns síns njóta.
3.
Ef hlýt eg ganga um hryggðardal,
ég hirði ei ólukku kvíða,
þó ofsókn, hörmung og alls kyns kvöl,
í heimi verði að líða,
æ jafnan þú ert mér nær
og er þinn stafur mín huggan kær,
á orð þín eg mig reiði.
4.
Fyrir mér hefur búið borð
móti þeim mig ásækja,
mitt hjarta því vel huggað varð,
höfuð mitt smurðir líka,
óleó, það var andi þinn,
allvel þú skenktir sálu mín
og sannan fögnuð mér sýndir.
5.
Gæska þín, Guð, og miskunn mér
mun um ævi með fara
og vist mér eilíf ætluð er
í húsi Guðs að vera.
Á jörðu er það þér kristni kær,
eftir dauðann eg verð þér nær,
hjá Kristi mínum heyra.
6.
Dýrð Guði föður og syni sé,
samt með heilögum anda,
svo sem hún var að upphafi
oss virðist náð að senda,
svo gætum hans vegi gengið á,
grandað fá syndir ei sálu þá,
sá það vill syngi amen.