A 157 - XIX [19.] sálm. Coeli enarrant | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 157 - XIX [19.] sálm. Coeli enarrant

Fyrsta ljóðlína:Guði sé lof að guðspjöll sönn
bls.Bl. XCVIIv-XCIIIrr
Viðm.ártal:≈ 0
XIX [19.] sálm. Coeli enarrant
Þakkar Guði fyrir hans orð og evangelium um allan heiminn og prísar þar með evangelium hvert gagn það veiti mannligu kyni.
[Nótur]

1.
Guði sé lof að guðspjöll sönn,
glöggt fyrir oss nú hljóða,
himnar og jörð með heilum munn
heiður Guðs öllum bjóða.
Um dag og nátt á allan hátt,
í hvörri álfu jarðar,
tungumál hvört það hermir bert,
að hrein predikuð verða.
Enginn fær því að forða.
2.
Postullig kenning klár nú er
komin um veröld víða,
orð þeirra um heims enda fer,
eins fljótt sem sólin fríða.
Úr austurátt sig hefur hratt,
hleypur um kring að norðri,
með ljósi sín allt yfir skín
og með hita varmt gjörði,
að frítt og frjósamt verði.
3.
Eins líka gjörir guðspjallið,
gleðjandi sálu nærir,
nær vitni þessu er viðtekið,
visku og skilning færir.
Klár kenning sú, kröftug og trú,
einföldum og ófróðum
hug huggar best, sál menntar mest,
með sínum sætu hljóðum,
hjá öllum heimsins þjóðum.
4.
Hvör sem af hjarta óttast Guð
ævinliga mun blífa,
og heldur vel þau helgu boð,
sem hann lét fyrir skrifa.
Dýrri en gull eru þau öll
og hunangi sætari gjöra
sinn mann sannréttlátan
af öllu synda sári,
frelsa af dauðans fári.
5.
Mannlig brot eru margvíslig,
mér forlát duldar syndir,
gef þeim öngva stjórn yfir mig,
sem eru mér stórlyndir,
að engin brot né illgjörð ljót
yfir mér finnast kynni.
Herra, mitt traust hefur mig leyst,
heyr orð af mínum munni
og girnd af hjartans grunni.
6.
Þér, Guð vor faðir, þökkum vér,
þig skulum jafnan lofa,
á hörmung vora hugsaðir,
huggun vildir oss gefa.
Fyrir son þinn sem allt mannkyn
af synd leystir með dauða,
hans blessaða blóð oss þinni þjóð,
þyrmir við öllum voða,
og gefur arfleifð góða.