A 156 - XV [15.] sálmur. Domine quis habita | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 156 - XV [15.] sálmur. Domine quis habita

Fyrsta ljóðlína:Ó, Guð vor Herra, hvör fær það
bls.Bl. XCVIIr-v
Viðm.ártal:≈ 0
XV [15.] sálmur. Domine quis habita
Setur fram sönn auðkenningarmerki, hvörjir að séu réttir limir kristiligrar kirkju eður ekki.
[Nótur]

1.
Ó, Guð vor Herra, hvör fær það,
að hafa vist í tjaldbúð þinni,
á helgu fjalli hvíldarstað
hljóta svo aldri linni.
Sá þú innleiðir sjálfur þar
og sanna trú lést hljóta,
þeim kærleiki ástgróinn er,
öngvum vill móti brjóta,
svo sérhvör megi síns njóta.
2.
Sannindi jafnan segir hann,
svikræði vill ei veita,
illri bakmælgi aldrei ann,
öngvan vill til ills reita.
Sá guðhræddum sig hneigir að,
hatar þá sem Guð hæða.
Eið vinnur hann og efnir það,
af okri vill sig ei fæða,
né á saklausum græða.
3.
Hvör þessa hluti hugsar sér
af hjarta góðu að gjöra,
fyrir hjástoð Guðs sá hólpinn er,
í himnaríki fær að vera.
Fyrir Kristum oss öllum ást
af Guðs mildi er komin.
Heiðrum jafnan með hug og raust
hans miskunn allir saman,
nú og að eilífu. Amen.