A 134 - Enn einn bænar sálmur af Faðir vor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 134 - Enn einn bænar sálmur af Faðir vor

Fyrsta ljóðlína:Faðir á himnum, Herra Guð,
bls.Bl. LXXXIIv
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Enn einn bænar sálmur af Faðir vor
Með það lag: Halt oss, Guð, við þitt.

1.
Faðir á himnum, Herra Guð,
hjálpari trúr í allri neyð,
heyr mig upp á þitt orð og eið,
í Jesú nafni eg þess þig bið.
2.
Veit oss þín orð og andar styrk,
eftir vild þinni greið vor verk,
geym vorrar heilsu og gef oss brauð,
góða vini og um landið frið.
3.
Leys oss frá syndum, djöfli og deyð,
líkamans og andar neyð,
valið, dýrð og ríki víst er þitt,
vel lát þú endast lífið mitt.
4.
Upp á þín orð sé amen tjáð,
auk vora trú með þinni náð,
þú ert alleina faðir minn,
lát mig vera son og arfa þinn.
Amen.