A 132 - Annar lofsöngur af Faðir vor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 132 - Annar lofsöngur af Faðir vor

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Höfundur:Marteinn Lúther
bls.Bl. LXXXIJv-LXXXIIJr
Viðm.ártal:≈ 0
Annar lofsöngur af Faðir vor
D. Mart. Luth.

1.
Ó, Guð vor faðir, sem í himiríki ert,
hátt yfir oss í anda mest,
vilt því tilbeðinn verða.
Helgasta nafn þitt hjá oss verði opinbert,
heiðrað og lofað allra best,
á himni og á jörðu.
Þitt náðar ríki komi hér,
kenn oss í því að lifa
og hvað sem ekki þokkast þér,
þar frá viljir oss hlífa,
svo ævinliga öðlunst vér
í þínu ríki að blífa.
2.
Voldugi Guð, þinn vilji verði jörðu á
vel jafnan og á allan veg,
eins og í himnaríki.
Því þar kann enginn standast eða koma má
utan þinn vilja iðki mjög
og lifi svo þér líki.
Vort dagligt brauð oss veitir nú,
vora sál með að næra.
Friðarorð þitt er fæða sú,
fegna lát oss það læra,
hvar með þú oss á helga trú
og hjálpar veg vilt færa.
3.
Forlát oss vora mikla skuld
og marga synd móðgum vér
þar með jafnan þig,
þær virðstu af oss að taka.
Svo sem vér fyrirgefum þeim
af góðri lund, sem gjörðu oss mót,
og styggðu mjög, ei viljum þá afsaka.
Inn í freistni oss ekki leið,
á rangan veg svo víki,
heldur frels oss frá allri neyð,
önd vora svo ei svíki.
Upplýs og helga oss þinn lýð,
að erfum vér þitt ríki.