A 131 - Faðir vor sem á himnum ert | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 131 - Faðir vor sem á himnum ert

Fyrsta ljóðlína:Faðir vor sem á himnum ert
bls.Bl LXXXIv-LXXXIJv
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Á undan þessum sálmi stendur:„Út af drottinligri bæn, Faðir vor. Sálmar og lofsöngvar D. Mart. Luth.“ Það merkir að næstu sálmar snúast um það efni.

1.
Faðir vor sem á himnum ert
oss hefur öllum boðið bert,
bræðrum að vera og biðja þig,
bæn vor því er þér þægilig,
hjálp svo biðjum af hjartans rót,
huglaust ei tali tungan fljót.
2.
Helgist þitt nafn, ó, Herra kær,
hrein orð þín gef að höfum vær,
og heilagliga lifum hér,
líka sem þínu nafni ber.
Við falskenningu oss vernda þú,
veiluðu fólki aftur snú.
3.
Til vor komi nú ríki þitt
og haldist síðan ævinligt,
sá helgi andi sé oss hjá,
sínar gáfur láti oss fá,
brjót djöfuls vald og heift í heim,
hald þinni kristni fyrir þeim.
4.
Verði á jörðu vilji þinn,
eins sem á himni hvört eitt sinn,
hjálp oss í neyð að hafa þol,
hlýðnum vera í sæld og kvöl,
holds og blóðs girndir heft og brjót,
hvör þínum vilja gjöra á mót.
5.
Gef oss í dag vor dagligt brauð,
Drottinn bæt alla lífsins nauð,
hlíf oss ætíð við ófriði,
upphlaupum, sótt og hallæri,
svo að vér höfum vænan frið,
víl og ágirni skiljunst við.
6.
Forlát oss, vora sök og synd,
svo hún ei hryggi vora lund,
sem gjarnan þeim tilgefum vér,
gjörðu oss mót og styggðu hér,
lát oss við alla ljúfa sjást,
lifa í samlyndi og ást.
7.
Ei leið þú oss í freistni inn,
þá oss ásækir óvinurinn,
á vinstri og á hægri hlið
hans svik að standast veit oss lið,
með heilags anda hjástoð mest*
og hreinni trú viðbúnir best.
8.
Frá öllu illu oss frelsa þú,
fárligir tímar eru nú,
leys þú oss frá eilífum deyð
og hugga oss í síðstu neyð,
gef oss þá hægu hvíldarstund,
hönd þín taki við vorri önd.
9.
Amen, svo verði, útþýðist,
ætíð styrk oss í trúnni mest,
svo að aldregi efum vér
um hvað nú höfum beðið hér,
upp á þitt nafn og orðin trú
allir segjum vér amen nú.

* 7.5 Stendur svo í 1619, opna 90-91.