A 125 - Sjötti boðorða sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 125 - Sjötti boðorða sálmur

Fyrsta ljóðlína:Allir trúaðir, heyrið hér
bls.Bl. LXXVIJr-v
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBaB
Viðm.ártal:≈ 0
Sjötti boðorða sálmur
Má syngja eins og: Jesús á sínum krossi.

1.
Allir trúaðir, heyrið hér
himneska Guðs sá vilji er,
sem Abrahams örfum sagði,
sjálfur á fjalli Sínaí
sín tíu boð fram lagði.
2.
Eg er enn ekki annar neinn,
allsvaldandi þinn Herra einn,
þinn Guð em eg alleina,
ætíð fús að efla þig
ef trú mér heldur hreina.
3.
Af hjarta ef þú hyllist mig,
hjáguði öngva fýsi þig
að hafa í nokkru sinni,
öngvum hlut svo unnir fast,
frá ótta Guðs þig ginni.
4.
Öngva líking eða mynd
eftir nokkurri heims ásýnd,
né þess á jörðu er niðri,
eða í vötnum vera kann,
tignir þú né tilbiðjir.
5.
Vandlætið mitt og valdið traust
vitjar þeirra mig elska laust,
ótrú og illsku gjörðu,
hefnist á þeim sem hata mig
í þriðju ætt og fjórðu.
6.
Við þarfleysu ei leggja átt,
lofa heldur sem mest þú mátt
nafn hæsta Guðs þíns Herra,
saklausan þann ei sannar Guð
sem því vill móti gjöra.
7.
Hugfestu vel að helgir rétt
hvíldardaginn sem er þér sett,
látir af illu æði,
og allri fýsn hins forna manns
en fylgir jafnan Guði.
8.
Heiðra föður og móður mest
með hollustu þeim þjónir best,
af ást og öllum mætti,
að langlífur sért á landi því
sem gáfa Guðs þér veitti.
9.
Foreldra nær þú virðir vel,
varast skaltu að slá í hel,
skaða hvörki né hata,
náunga þinn þú elska átt,
eymdum hans vinnir bata.
10.
Hórdóm skalt þú forðast fast,
forboðið er að ágirnast
annars manns eiginkvinnu,
skír og hrein sé hegðan þín
með heiðurs sið og svinnu.
11.
Stórliga varast stuld og rán,
stunda þú eigi annars lán,
með fals né flærð að hljóta,
líkna honum og lána þitt,
lið veitir síns að njóta.
12.
Ljúgvottur aldrei vera skalt
við náungann vert heill um allt,
auk honum ei ófrægð neina,
baktala hvörki né hlýðir því
hans skaltu lýtum leyna.
13.
Í dauðans hefnd vér hröpum þá
Herrans boðum ef föllum frá,
því þekkjum oss þar inni,
iðrunst og biðjum allir Guð
eymd vorri vægð að vinni.
14.
Af hjarta lofgjörð, heiður og dýrð,
hæstum föður sé jafnan skírð
hans syni og helgum anda,
vilja og styrk þann veiti oss
á vegum hans mættum standa.