A 123 - Fjórði boðorða sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 123 - Fjórði boðorða sálmur

Fyrsta ljóðlína:Vilt þú, maður, þitt vanda ráð
bls.Bl. LXXVr-LXXV1r
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Fjórði boðorða sálmur
[Nótur]

1.
Villt þú, maður, þitt vanda ráð
og vera í Guðs eilífri náð
halt þú þau tíu heilögu boð
sem hefur oss gefið vor Guð.
Kyrieleison.
2.
Ég einn er Guð og Herra þinn,
öngvum skalt þú gefa heiðurinn minn,
haf þú á mér hreina ást og trú,
heimili mitt verðir svo þú.
Kyrieleison.
3.
Nafn mitt skalt þú vegsama vel,
vitja þú mín í þinni kvöl,
hvíldardaginn skalt helga mér,
svo hafa megi eg vist hjá þér.
Kyrieleison.
4.
Þínum föður og móður mest
mér næst hlýðir og heiðrir best.
Varast reiði, ei vegir neinn,
vert þú í þínum hjúskap hreinn.
Kyrieleison.
5.
Ei skaltu stela öðrum frá,
öngvan rægja né ljúga á,
náungans kvinnu, hús og hjú,
hjörð og annað ei girnist þú.
Kyrieleison.