A 122 - Þriðji boðorða sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 122 - Þriðji boðorða sálmur

Fyrsta ljóðlína:Heyr til þú, heimsins lýður
bls.Bl. LXXVr
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt: AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Heyr til þú, heimsins lýður,
hvað Guð talar til þín,
hvör ei vill þessu hlýða
hann kemur í helvítis pín.
Ég er þinn Guð alleina,
elsk mig af hjartans grunn,
haf ei mitt nafnið hreina
hégómliga þér í munn.
2.
Þar næst þú ekki gleymir
þvottdaginn að helga mér,
orðið mitt æ þú heyrir
og geym í hjarta þér.
Foreldra heiðra þína
og forðast að slá í hel,
svo minnki makleg pína
og megi þér vegna vel.
3.
Hreinlífi halt með æru,
flý hórdóm og ei stel,
falsvitni ei skalt þú bera
og forðast lygi vel.
Girnst og ei garða neina
eður góss náungans,
hans húsfrú né hans sveina,
né neitt af eigu hans.
4.
Guð faðir af gæsku sinni,
hann gefi oss sína náð,
svo ljótum syndum linni
og læknist illskuráð.
Vora sál þú frelsa af vanda,
vér biðjum allir nú,
veit oss af þínum anda,
að vera í réttri trú.