A 121 - Annar boðorða sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 121 - Annar boðorða sálmur

Fyrsta ljóðlína:Guðs rétt og voldug verkin hans
bls.Bl. LXXIVv-LXXVr
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt: aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 0
Annar boðorða sálmur
[Nótur]

1.
Guðs rétt og voldug verkin hans
vill oss hér Móses segja,
svo ráð þau hjarta minnist manns
mættum oss til hans hneigja.
Hann vandlætir og ógnar fast,
öngva hjá Guði líður,
hreina trú, von og hjartans ást,
helst kýs og jafnan býður.
2.
Guðs helga nafn sá heiðrar vel,
hvör það lofar og biður,
það afmár synd og eymdarkvöl,
ofdirfð er vís ófriður.
Helga þú rétt Guðs hvíldardag,
hjá honum leitir náða,
varast óspekt og vinnulag,
við þig lát þú Guð ráða.
3.
Foreldra þína heiðra hér,
hjálpa þeim vel og þéna,
lífs stund og heill það lengir þér,
ljóst munt þú þetta reyna.
Hatur, úlfbúð, ill orð og slög
ei skalt náunga veita,
heldur elska af hreinum hug,
hlífa og vægðar leita.
4.
Saurlífis atvik, verk og ráð
er þér bannað að hafa,
í hegðan, máli og hugsun með
hreinn og stilltur skalt lifa.
Forðast stuld, okur, fals og rán,
fjár skalt með réttu leita,
gjör sem þurfa gagn og lán,
girnstu ei aumra sveita.
5.
Róg og lygi ei mæla mátt,
missögn bera né trúa,
náunga þinn afsaka átt,
öllu til betra snúa.
Hans kvinnu, hjú, hús, alla eign,
ei skalt girnast né tæla,
auk þú og styrk hans góss og gagn,
umbun munt öðlast sæla.
6.
Hvör sjálfs síns verkin sjá rétt vill,
sá skal vel boð þessi skoða,
þau segja að vor sök er ill,
sýna oss búinn voða.
Guðs börn alleina orka því
engin hrösun oss sæmir,
hjálp má ei finnast hræsni í,
hart straffar Guð og dæmir.
7.
Ó, Herra Guð, vor hjörtu nú
hefur þitt lögmál slegið,
þinn son þig biðjum oss sendir þú,
svo vér örvilnust eigi.
Hvörn þú oss aumum hér á jörð
hjálpræði gafst alleina,
sá er þín mynd og eilíf dýrð,
ó, faðir, oss miskunna.