ACA 3 - Annar lofsöngur um holdganina Herrans Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

ACA 3 - Annar lofsöngur um holdganina Herrans Kristí

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Viðm.ártal:≈ 0
Annar lofsöngur um holdganina Herrans Kristí
Erasmus Alberus.
[Nótur]

1.
Guð þann engil, sinn Gabríel,*
af himnum sjálfur sendi
í Nasaret, svo borgin hét
á Galílea landi,
einni jómfrú, játuð var sú
Jósef, Davíðs ættmanni.
Sú meyja, helg með sanni,
hét Máríá, af mildi há,
Guðs boðskap bar, að búin var
blessun mannkyni á jörðu.
Væri sú náð ei veröld tjáð
allir fordæmdir yrðu.
2.
Til hennar inn gekk engillinn
og náðar kveðju lýsti:
„Heil María, af mildi há,
með þér er Herrann hæsti.
Þú jómfrú hrein, ber blessan ein,
öllum kvenmönnum meiri.“
Hræðist þá orð það heyrir
og hugsaði hver kveðja sé.
Engillinn sá ansaði þá,
að hún ei skelfast skyldi:
„Af Guði eg þér með fögnuð fer,
fannstu hans náð og mildi.
3.
Sjá: Ávöxt þér í lífi ber,
einn son átt þú að fæða.
Jesús nefnist það barnið best,
bölvan mannkyns mun græða.
Dýrstur hann er í heimi hér,
hæsta Guðs son skal heita.
Honum vill Drottinn veita
dýrð kóngsríkis og Davíðs sess.
Allt Jakobs kyn, einn Herra sinn
hann skal um eilífð halda.
Hans tignarstóll og stjórnin öll
stendur um aldir alda.“
4.
Mey María ansaði þá:
„Öngvan karlmann eg kenni,
hverninn mun það mér koma að?“
Engill svo svarar henni:
„Heilagur andi er komandi
og yfir þér mun byggja.
Á þig mun einninn skyggja
Guðs kraftur klár af himni hár.
Mannvit ei kann um atburð þann
annars né lengra leita.
Sá þú fæðir sannhelgur er,
son hæsta Guðs skal heita.
5.
Guðs mildi merk og voldug verk,
við þau átt þú þér halda.
Þess eins eg get, Elísabet,
ástkvinna þér mjög skylda,
öldruð er hún en þó gat son,
er nú á mánuð sjetta.
Ólíkt þó þótti þetta.
Guði orð allt hægt, þú hyggja skalt.“
Mey Máríá svo mælti þá:
„Sjá, Drottins ambátt eina.
Verði mér nú, sem sagðir þú.“
Svo skilst engill við hana.


Hingað heyra allir fyrirfarandi sálmar, sem hljóða upp á holdgan og hingaðkomu Herrans Kristí.
Út af písl og dauða Herrans Kristí, hymnar, sálmar og lofsöngvar.

* Ath. hvernig sett í braglínur.