A 032 - Barnalofsöngur útdreginn af öðrum kap. Evangeli. Lúk. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 032 - Barnalofsöngur útdreginn af öðrum kap. Evangeli. Lúk.

Fyrsta ljóðlína:Ofan af himnum hér kom eg,
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmurinn er eftir Lúther, „Vom Himmel hoch, da komm ich her“ og trúlega er þýðingin eftir Ólaf Guðmundsson og vísast beint úr þýsku. Sálmurinn hélst óbreyttur í sb 1619, bl. 16–17; grallara 1607 (viðauka) og öllum gröllurum síðan og s-msb 1742. Lagið er í Sálmabók Guðbrands og grallara (sjá PEÓl: Upptök, bls. 77–78).
Nótur fylgja sálminum hér.
Barnalofsöngur útdreginn af öðrum kap. Evangeli. Lúk.
Um það blessaða barnið Jesúm.
D. Mart. Luth.
[Nótur]

1. Ofan af himnum hér kom eg,
hef og tíðindi gleðileg.
Tíðindi góð vil eg yður tjá,
trúa megi þér víst þar á.

2. Eitt barn er yður borið og skenkt.
Sú blessuð móðirin óforkrenkt
fæddi yður það fríðast jóð.
Fagni og gleðjist hjörtun góð.

3. Sá er þann hæsti Herra Guð,
sem hjálpar yður í allri neyð,
endurlausnari yðar kær,
af öllum syndum frelsað fær.
4. Hann gefur yður gleði þá,
sem Guð hefur tilreitt himnum á,
að eilíft lífið einninn þér
eignast mættuð líka sem vér.

5. Til merkis munu þér finna þetta:
mjóa jötu og reifa létta.
Sá heimi öllum hjálpar viður,
hann er þar lagður í stallinn niður.

6. Því gleðjumst vér nú, góðir menn,
og göngum þar inn allir senn
og skoðum hvað oss skaparinn mætur
skepnum sínum hér veitast lætur.

7. Hygg að, mitt hjarta, og horf þar á,
hvað í jötunni liggur: Hvör er sá?
Það er svo mjög blítt barnkorn eitt,
af blessuðum föður oss gefið og veitt.

8. Ver velkominn, þú gesturinn mildi,
oss auma ei forlíta* vildir.
Í útlegð til mín ert kominn hér,
aldri fæ eg fullþakkað þér.

9. Þú sem að gjörðir himna og hauður,
hvar fyrir ertu svo orðinn snauður.
Þú lætur þetta líka þér,
að liggja á stirðu heyi hér.

10. Þó veröld sé bæði víð og löng,
að vísu er hún þér sæng of þröng
og ei þess verð, þó væri hún full
með vænar perlur og besta gull.

11. Þín silkisæng og flugel frítt
eru fáir klútar og hey óþýtt,
það var þitt skraut og skartið stærsta,
sem þú værir á himnum hæsta.

12. Svo léstu, Drottinn, líka þér
þinn ljúfa sannleik að sýna mér,
að auður heims og öll hans mekt
í augsýn þinni sé ekki þekkt.

13. Græðarinn, bið eg þig, góði, þess,
gjör þér bæði sæng og sess,
að hvíla í brjósti og hjarta mér,
svo héðan af ekki gleymi eg þér.

14. Af því vil eg af elsku grund
ætíð fagna á alla lund
og syngja lof með sætum tón
sjálfum föður fyrir sinn son.

15. Heiður sé Guði á hæsta trón,
hann hefur gefið oss sinn son.
Englanna syngi fylkin fríð
fagurt lof Guði alla tíð.
Amen.

* Máð í 1589, greinilega „ei forlíta“ í 1619.