A 031 - Responsorium og lofsöngur um Herrans Jesú fæðing | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 031 - Responsorium og lofsöngur um Herrans Jesú fæðing

Fyrsta ljóðlína:Lofið Guð, góðir kristnir menn
Viðm.ártal:≈ 0
Responsorium og lofsöngur um Herrans Jesú fæðing
Með sama lag og Grates nunc


1.
Lofið Guð, góðir kristnir menn,
syngið honum lof allir senn,
oss skal gleðja það
að af stórri náð
Guð við oss hefur gjört eilífan frið.
2.
Guðs son hjá oss vildi vera,
vort hold á* sér sjálfum bera,
lét sig hér finna.
Líkn oss að sýna
og það eilífa líf að forþéna.
3.
Hann er kominn hjálp að veita,
himneskum auð oss að býta,
oss vel að friða
af synda voða,
sem oss glaðir hér hans englar boða.

Vers eður inntak með þeim nótum, Huic oportet:

Þökkum jafnan Guði
að oss fyrir sinn son
soddan miskunn og náð veitti hann.

Responsorium:
1.
Unga skal það gleðja og gamla
Guðs lofun ekkert má hamla,
arf sinn vill finna,
upphóf hjálp sanna
og sendi fyrirheitin Guð til manna.
2.
Hvör kann æðra hugsað hafa,
hvað Guð mátti önnum gefa?
En þennan hjálparmann
Jesús nefnist hann,
vorn lausnara sannan vér játum þann.
3.
Hver má annar hjálp oss veita?
Hér með vorum óvin mæta
og blessan gefa,
blíðan Guð að hafa?
Sá oss frelsar einn af öllum voða.

Inntak:
Lof sé Guði, að hann sitt fólk ei vill hata,
heldur sinn son þeim hjálpa láta.

Responsorium:
1.
Gleðjið yður Guðs útvaldir,
gjörið þakkir menn nýaldir.
Hann réð oss finna
hjálpræðið sanna
og sína náð við oss gjörði kunna.
2.
Vinskap yður vildi sýna,
veitti öllum elsku hreina,
yðar vill vitja,
ánauð vel bæta
og sína blessan oss sjálfur veita.
3.
Reiði lét hann rétta falla,
með ríkri blessan gladdi alla,
lét oss kunngjöra,
lausn synda vorra,
miskunnsaman sig og mildan vera.

Inntak:
Lof og þakkir Guði föður jafnan verði
fyrir sinn son oss blessan færði.

Responsorium:
1.
Lofið Guð, kristnir menn kátir,
og Kristum sem syndir bætir,
visku oss sýndi,
sannleik svo kenndi,
öll sín fyrirheit Guð allvel endir.
2.
Guði skulum glaðir syngja
og göfga ljós heiðingja,
í myrkri mun skína
með kenning sína
sá útvaldi fyrir fæðing hreina.
3.
Allir skulum einn Guð lofa,
á Kristó vorn fögnuð hafa,
honum á hvör tunga
heiður og lof syngja
og engla lofsöng aldri afganga.

Inntak:
Heiður Guði hér á jörðu friður verði,
Kristus oss Guði þekka gjörði.

* Í útgáfunni 1619 stendur greinilega „á“ þannig að svo er þaðhaft hér.