A 03 - Gloria in excelsis | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 03 - Gloria in excelsis

Fyrsta ljóðlína:Aleinasti Guð í himerík,
bls.7–9
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmurinn er upphaflega hinn fornlatneski lofsöngur, Laudamus te, sem í klassískum messusöng fylgir dýrðarsöng messunnar, söng englanna í Betlehem: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ (Lúk. 2.14): „Vér lofum þig, vér göfgum þig ...“  Er  sálmurinn talinn frá 2. öld en þýddur á latínu á 4. öld. Um lofgjörðina sagði Lúther: „Hún óx ekki fram né var tilbúin á jörðu. Hún kom beint af himnum ofan.“[1] Sálmurinn,   MEIRA ↲


1.
Aleinasti Guð í himerík,
veri lof og prís fyrir allar sínar náðir,
sem hann hefur gjört á jarðríki.
Í þessum náðarligum dögum
á jörðina er komin stór gleði og frið
svo allir menn mega nú gleðjast við,
Guðs elsku og góðan vilja.
2.
Vér lofum og dýrkum og heiðrum þig,
vér þökkum þér fyrir þína elsku,
ó, drottinn Guð faðir í himerík.
Þú hefir oss sýnt stóran kærleika,
alla hluti hefir þú í þinni makt,
hvað þú vilt hafa fram fær enginn sagt,
gott sker alla þá er þig óttast.
3.
Ó, Jesús Kristus Guðs einka son,
sem hjá Guði föður situr,
þú hefir frelsað allt mannkyn
og oss með Guð forlíkað
fyrir [?] þitt blóð og harðan deyð,
hefir þú leyst oss af syndum og neyð,
gef oss náð í trúnni að blífa.
4.
Þú ert alleini vor hjálpar mann,
sem oss vill himerík gefa,
þú ert Guðs föðurs saklausa lamb,
sem fyrir oss dauðann vildir líða.
Þú ert alleina vort hjálpar ráð,
fyrir þína skuld höfum vér fengið náð,
allsmektugasti Jesú Kriste.
5.
Ó, helgi andi vor hug[g]ari,
sem oss allan sannleik kann kenna,
hjálp oss að blífa við þinn lærdóm
Guði föður og syni til æru.
Verjið oss frá djöfulsins falskri lyst,
hjálp oss að trúa á Jesúm Krist,
nú og æfinlega, amen.