Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 07 - Tibi laus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 07 - Tibi laus

Fyrsta ljóðlína:Þig veri lof og prís, ó herra Krist,
bls.14-16
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Latneski sálmurinn, Tibi laus salus sit Christo, er þekktur frá 14. öld. Gísli Jónsson sneri sálminum úr dönsku, en hann birtist í Sálmabók Claus Mortensen 1523, Dig være Lov og Pris, o Herre Christ. Þýðingin er endurbætt í Sálmabók 1589 (nr. 145) og Graduale 1594 og hélst hann þannig í messusöngsbókum til loka 18. aldar. Hann var tekinn upp að nýju í Sálmabók 1972, endurþýddur af Sigurbirni Einarssyni biskupi, Vor Drottinn Kristur, dýrð sé þér og er nr. 306 í Sálmabók 2022..



1.
Þig veri lof og prís, ó Herra Krist,
blessaður er þessi dagur fyrir víst,
vér lofum þig nú og í evig tíð.
Heilagur, heilagur, heilagur
ertu á hæstum hæðum.

2.
Englarnir og yfirenglar,
trónarnir og himneskir herskarar
þig lofar kerubin og serafin.
Heilagur, heilagur, heilagur
segist þú í hæðinni.

3.
Þitt fólk, ó Kristí, lofar þig,
þín brúður af hjarta nú gleður sig,
fyrir þína náð og miskunnsamligheit.
Heilagur, heilagur, heilagur
segist þú æfinliga.


Athugagreinar

2.2 trónar: hásæti, tignir og máttarvöld, Kól. 1.16.

2.3: kerubin og serafin: Kerúbar og serafar, englar sem gæta hins heilaga og syngja Guði lof, 1. Mós. 3.24; Esek.1.5n. og Jes. 6.

3. 2: brúður: táknmynd kirkjunnar, 2. Kor. 11.2; Op. 19.7.