A 16 - Einn lofsöngur af Kristus fæðingu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 16 - Einn lofsöngur af Kristus fæðingu

Fyrsta ljóðlína:Ó, Jesús Kristus, sá eð manndóm tók
bls.31–33
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sálmurinn er frumortur á sænsku af Olaus eða Laurentius Petri, en þeir bræður voru forystumenn lútersku siðbreytingarinnar í Svíþjóð. Hann birtist í danskri þýðingu í Sálmabók Claus Mortensen 1529, O Jesu Christ, som Manddom tog. Hefur Gísli Jónsson stuðst við þá þýðingu. Önnur þýðing er í Sálmabók 1589, Mildi Jesú sem manndóm tók (nr. 15). Þannig er sálmurinn í öllum messusöngsbókum út átjándu öldina. Í Sálmabókinni 1801 er hann lagfærður af Magnúsi Stepensen (1762–1833) og er í þeirri mynd í Sálmabók 1871 en fellur niður 1886.

1.
Ó, Jesús Kristus, sá eð manndóm tók
í hreinu jungfrúr lífi,
rétt kærligheit þig þar til dró,
vort traust svo vildir þú blífa.
Þú sást vora synd og stóra neyð,
að oss stóð fyrir þann eilífa deyð
og vítisport stóð opið.
2.
Því léstu það svo aumka þig
og kunnir ei lengur líða,
að djöfullinn tæki oss svo með sig,
þar fyr vildir þú stríða
og gafst þig hér í veröld niður,
svo af því jókst oss eilífur friður,
allt fyrir þinn dauða og pínu.
3.
Svo hefir þú oss sagt það til,
að vér skyldum því trúa,
því þú ert bæði góður og mildur
og vilt oss alla fróma.
Ef vér setjum vora trú þar á
þá skal það með oss verða svo
sem þú lést fyrir oss koma.
4.
Þú ert orðinn vor bróðir kær,
oss til stórs heiðurs og æru
og alltíð viltu oss vera nær
með þínu orði skæru.
Er það oss ekki mikill munur,
vor bróðir er Guðs einka sonur?
Hvað kann oss nú fordjarfa?
5.
Heiður veri þig ævinliga
sem oss þá náð bívísti,
að vér erum Guðs börn með þig,
vor kæri bróðir Kriste.
Því má nú hver mann vera glaður
og þakka Guði í allan stað,
hann oss af kvölunum leysti.


Athugagreinar

2.4 fyri: fyrir.
4.7 fordjarfa: spilla, eyða.